Er munur á faraldri og heimsfaraldri?

Maður heyrir stundum um sjúkdómsfaraldur og stundum er talað um heimsfaraldur. Er einhver munur á þessu ?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Mörkin eru sennilega óljós í hugum flestra Íslendinga, enda greinarmunurinn sóttur í alþjóðlegar skilgreiningar.

 

Á ensku heitir faraldur „epidemic“ en heimsfaraldur aftur á móti „pandemic“. Í báðum tilvikum er átt við farsótt sem smitast hratt en munurinn liggur í landfræðilegri útbreiðslu og með heimsfaraldri er átt við að farsóttin dreifist mjög víða, jafnvel um allan hnöttinn.

 

Í báðum tilvikum gildir að til að falla undir skilgreininguna þarf fjöldi smitaðra að vaxa mjög hratt og hraðar en unnt var að sjá fyrir. Hins vegar skiptir ekki máli hversu margir fá sjúkdóminn. Hin árlega inflúensa flokkast þannig hvorki sem faraldur né heimsfaraldur, vegna þess að við flensunni er búist fyrirfram og í mörgum tilvikum er hægt að segja nokkuð nákvæmlega fyrir um þróunina.

 

Og mjög útbreiddar veirusýkingar, t.d. Herpes-1, sem getur hrjáð allt upp í 90% fólks, telst heldur ekki neinn faraldur, þar eð smituðum fjölgar ekki mikið. Þess er á hinn bóginn ekki krafist að sjúkdómurinn sé mjög hættulegur, þannig að tiltölulega væg sýking getur þess vegna sem best flokkast sem heimsfaraldur.

 

Það er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO, sem opinberlega ákvarðar hvenær farsótt telst vera heimsfaraldur. Útbreiðsla svínaflensunnar, eða inflúensu A (H1N1), varð yfirlýstur heimsfaraldur 2009. Aðrar gerðir inflúensu hafa einnig talist heimsfaraldur, síðast Hong Kong-inflúensan 1968-69, að ógleymdri spænsku veikinni sem sýkti þriðja hvert mannsbarn í veröldinni á árunum 1918-19 og varð 40 milljónum að bana. Og svo má ekki gleyma Covid 19.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.