Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Þú ert stöðugt umlukinn súrefni og frumur þínar brenna frumefninu í 24 tíma á sólarhring. En hvað veistu í raun um þetta merka gas lífsins?

BIRT: 01/07/2023

Hvað er súrefni?

Súrefni er þriðja algengasta frumefni alheims á eftir vetni og helíum. Það er frumefni númer átta í lotukerfinu og hefur því átta róteindir í kjarnanum og átta rafeindir á braut um hann.

 

Þegar tvö súrefnisatóm renna saman mynda þau súrefnissameindina O2 – litlaust og lyktarlaust gas sem allt þróað líf reiðir sig á.

 

Hins vegar geta þrjú súrefnisatóm líka tengst og myndað O3 – óson. Nálægt yfirborði jarðar er óson eitruð gróðurhúsalofttegund en ofar í lofthjúpnum myndar óson ósonlagið sem hægir á útfjólublárri geislun frá sólu sem veldur krabbameini.

Súrefnisatóm samanstendur af átta róteindum í kjarna og átta rafeindum á braut um hann. Þess vegna hefur frumefnið sætistöluna 8 í lotukerfinu.

Hvað gera frumurnar við súrefnið?

Þróaðir fjölfrumungar hafa þróað súrefni til þess að geta lifað, því súrefni skiptir sköpum í orkuframleiðslu frumnanna og þar með alls líkamans. Í raun á þetta sér stað í orkukornum sem eru eins konar orkuver frumnanna og framleiða efnið adenósíntrífosfat, ATP.

 

Myndun ATP út frá sykrunni glúkósa gerist í mörgum þrepum þar sem súrefni kemur við sögu – m.a. þegar efnið píruvat oxiderast við að taka upp súrefni.

 

Glúkósa má einnig brjóta niður án súrefnis en þegar súrefni er til staðar er ferlið þrettán sinnum skilvirkara fyrir lífveruna.

 

Þannig er súrefni algjörlega nauðsynlegt til að geta myndað stærri lífverur eins og slöngur, manneskjur og risaeðlur.

Hvatberarnir eru einnig kallaðir orkuver frumnanna. Hér er súrefni notað til að brenna sykruna glúkósa þannig að orkusameindin ATP myndast.

Hve mikið súrefni er í loftinu?

Þurrt loft við eina loftþyngd inniheldur 20,95% súrefni. Ef loftið er rakt minnkar magnið því að hluti rúmtaksins fer í vatnsgufu.

 

Magn súrefnis hefur verið breytilegt í sögu jarðar. Í fyrstu tvo milljarða ára innihélt loftið ekkert súrefni en fyrir 2,4 milljörðum ára tók magn þess smám saman að aukast.

 

Á tímaskeiðinu eftir að fjölfrumungar mögnuðust upp á jörðinni fyrir ríflega 240 milljón árum hefur súrefnisinnihald í lofthjúpnum verið breytilegt milli 15 og heilla 35%.

 

Mest var súrefnismagnið á kolatímanum og var líklega drifkrafturinn á bak við risavaxin skordýr þess tíma – m.a. drekaflugur sem voru með 70 cm vænghaf.

Lofthjúpur jarðar samanstendur af tæplega 21 prósent súrefnis, rúmlega 78 prósent köfnunarefnis, 0,038 prósent koltvísýrings og 0,93 prósent argons.

Hve mikið súrefni notar manneskjan?

Við drögum andann að meðaltali 16 sinnum á mínútu þegar við erum virk en þó ekki undir miklu álagi eins og í langhlaupi. Með andardrættinum nær fullvaxin manneskja í um 500 lítra eða 0,7 kg af hreinu súrefni daglega.

 

Við notum alls ekki allt þetta súrefni sem við drögum niður í lungun. Þegar loftinu er andað inn inniheldur það um 20 til 21% súrefni en innihald súrefnis er um 15% þegar loftinu er andað út á ný.

 

Súrefninu er heldur ekki jafnt dreift inni í líkamanum. Heili þinn sem er aðeins um 2% af líkamsþyngdinni krefst þess að fá um fimmtung af öllu súrefni til að anna gríðarlegri orkuþörf sinni.

Við öndum að okkur u.þ.b. 2000 lítrum af súrefni á dag, en nýtum aðeins um fjórðung þess. Því eru u.þ.b. 15 prósent súrefni í útöndunarloftinu okkar.

Hvað gerist ef maður fær of mikið súrefni?

Of stór skammtur af súrefni er í fyrstu skaðlaus en verði maður fyrir of miklu magni í meira en sólarhring getur það m.a. skaðað frumur í lungum.

 

Hreint súrefni, þ.e.a.s. loft sem samanstendur af 100% súrefni, er notað m.a. á sjúkrahúsum í meðferðum á sjúklingum með reykeitrun eða hjartastopp.

 

Reyndar önduðu Apollo-geimfararnir að sér hreinu súrefni í allri tunglferð þeirra en undir lægri loftþrýstingi en við yfirborð jarðar.

 

Það er nefnilega ekki hlutfall súrefnis í lungum sem skaðar frumurnar, heldur svokallaður hlutfallsþrýstingur sem vísar í hve mikið af þrýstingi loftsins móti lungnavefnum er súrefni.

Hreint súrefni er notað á sjúkrahúsum, m.a. við hjartastopp og reykeitrun. Þar blæs súrefnið nýju lífi í frumurnar.

Hvernig kemst súrefni í vatn?

Súrefni í sjónum kemur að hluta til frá lofthjúpnum, að hluta frá ljóstillífun grænþörunga og annarra lífvera sem samanlagt skila af sér jafn miklu súrefni eins og plöntur á landi.

 

Úthöfin eru með mjög stöðuga lagskiptingu þar sem vatnsmassarnir blanda afar litlu súrefni saman hver við annan.

 

Súrefni frá efri vatnslögum nær því ekki niður í djúphafið sem þess í stað fær súrefni sitt frá sjávarstraumum þar sem súrefnisríkt yfirborðsvatn á sumum stöðum sekkur marga kílómetra niður og greinist. Þetta gerist t.d. í hafinu milli Íslands, Grænlands og Færeyja.

 

Þessi ójafna dreifing þýðir að botnsvæði sums staðar, t.d. í norðurhluta Indlandshafs, eru nánast súrefnislaus.

Samkvæmt útreikningum vísindamanna stafa 50-80 prósent af súrefnisframleiðslu jarðar frá svifi, þangi og vatnsbakteríum.

Veldur súrefni kafarasýki?

Það er ekki súrefni heldur köfnunarefni sem myndar loftbólur í blóðinu og orsakar kafaraveiki ef maður fer of hratt upp eftir djúpa köfun. Bólurnar geta virkað eins og blóðtappar og í versta falli leitt til dauða.

 

Við meðferð á kafarasýki þarf að koma kafaranum sem skjótast í meiri þrýsting, jafnan í þrýstiklefa þannig að loftbólurnar leysist upp á ný. Oft anda þessir óheppnu kafarar að sér lofti með auka súrefni við meðferðina.

 

Kafarasýki vegna súrefnissbóla í blóðinu getur þó fræðilega skaðað atvinnukafara sem eru með óvenjulega mikið magn af súrefni í súrefniskútum sínum. Líkaminn notar þó súrefni svo hratt að það er varla nokkur hætta á því í raun.

Ástæða kafarasýki er vegna köfnunarefnisbóla í blóði en ekki súrefniseitrun.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock,

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

NÝJASTA NÝTT

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

4

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

5

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

6

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

1

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

2

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

3

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

4

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

5

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

6

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Vísindamenn vara við: Hamfaraskjálftar vofa yfir stærstu borgum heims

Náttúran

Háhyrningurinn: líklega skæðasta ránspendýr sögunnar

Jörðin

Vísindamenn finna sönnun fyrir stærsta jarðskjálfta mannkynssögunnar

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Við sjáum aldrei nema aðra hlið tunglsins. Nú verða Kínverjar fyrstir til að senda geimfar til að taka sýni af bakhliðinni. Úr þeim á að lesa hvernig þessi fylgihnöttur okkar myndaðist – og mögulega sjá okkur fyrir næstum ókeypis orku.

Alheimurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is