Náttúran

Þetta eru algengustu kattasjúkdómarnir

Enskir vísindamenn hafa athugað meira en 18.000 ketti og skrásett þá sjúkdóma og ákomur sem kattaeigendur ættu að fylgjast með hjá þessum fjórfættu fjölskyldumeðlimum.

BIRT: 27/03/2023

Kettir eru á mörg hundruð milljónum heimila og teljast til algengustu gæludýra á heimsvísu.

 

En rétt eins og aðrir í fjölskyldunni geta þessir loðnu vinir okkar orðið veikir og þurft aðstoð við að komast til heilsu aftur. Það getur því verið gott að vita hverju kattaeigendur ættu helst að reyna að taka eftir og fylgjast með og hvað er t.d. bara ummerki um eðlilega öldrun.

 

Vísindamenn hjá Konunglega dýralæknaháskólanum í London hafa farið yfir heilbrigðisskýrslur 18.249 katta og skráð lista yfir algengustu sjúkdóma sem hrjá enska ketti.

 

Markmið rannsóknarinnar var að finna algengustu sjúkdóma sem hrjá heimilisketti og komast að því hvernig þessir sjúkdómar skiptast eftir kyni og aldri.

 

Til þess notuðu vísindamennirnir slembiúrtak og athuguðu gögn um meira en 18.000 ketti af 1.255.130 köttum í stórum enskum gagnagrunni.

 

Í úrtakinu lentu að sjálfsögðu fjölmörg kattakyn en algengastur var enskur heimilisköttur „British Short Hair“ en þessir kettir voru 3,01% af öllu úrtakinu. Næstur í röðinni var Bengalköttur, 1,22%.

 

Vísindamennirnir skoðuðu líka heilbrigðisgögn loðna kynþáttarins Maine Coon, persneskra katta og síamskatta sem taldir eru einn af elstu kynþáttum heimiliskatta.

 

Einn sjúkdómur algengastur

Heilbrigðisskrár dýralækna sýndu að hjá köttunum greindist að meðaltali eitt sjúkdómsástand á ári. Fress og eldri kettir reyndust fremur þjást af fleiri en einum sjúkdómi í einu.

 

Algengustu sjúkdómar katta í þessari rannsókn reyndust vera tannholdssjúkdómar sem voru 15,23% af öllum greiningum. Ofþyngd þjáði svo 11,58% og 9,23% greindust með það sem vísindamennirnir nefna „almennan tannsjúkdóm“.

Sjáðu listann: Þetta eru algengustu ákomur enskra heimiliskatta.

Listinn byggist á sjúkraskrám dýralækna um 18.249 ketti af ýmsum kattakynjum. Algengastur var þó enski kynþátturinn „British Short Hair“.

 

  • Tannholdssjúkdómar

 

  • Ofþyngd

 

  • Tannsjúkdómar

 

  • Ofvaxnar klær

 

  • Flóabit

 

  • Hjartaflökt

 

  • Þyngdartap

 

  • Uppköst

 

  • Kýli

 

  • Skita

 

  • Ákomur í feldi

 

  • Hor (undirþyngd)

 

  • Sár

 

  • Of hröð efnaskipti

 

  • Krónískur nýrnasjúkdómur

 

  • Lystarstol

 

  • Augnbólgur

 

  • Óskilgreindir sjúkdómar

 

  • Ofnæmi fyrir flóabiti

 

  • Slitgigt

 

  • Blöðrubólga

 

  • Helti

 

  • Ígerð í sári eftir aðgerð

 

  • Hjartsláttartruflanir

 

  • Eyrnabólgur

 

  • Ofdekrun

 

  • Hægðatregða

 

  • Lítil lífsgæði

 

  • Umferðarslys

Það reyndist líka vera verulegur munur eftir kynjum. Læðurnar áttu t.d. fremur á hættu að fá ígerð í sár eftir aðgerð, þær voru oftar ofdekraðar og áttu frekar á hættu ofnæmi fyrir loppubiti, of hröð efnaskipti og ofvaxnar klær.

 

Fressin voru hins vegar líklegri til að fá tannslíðurhrörnun, lenda í umferðarslysi, fá hjartaflökt, ofþyngd, heltast, fá kýli og skaddast af biti annarra katta.

LESTU EINNIG

Það þarf svo ekki að koma á óvart að aldur reyndist skipta miklu máli varðandi fjölmarga sjúkdóma. M.a. kom í ljós að kettir undir átta ára aldri voru líklegri til að fá sár eftir bit annarra katta, lenda í umferðarslysum, fá flóabit og sáraígerð eftir aðgerð.

 

Eldri kettir áttu á hinn bóginn fremur á hættu að fá hjartaflökt eða blöðrubólgu og sömuleiðis að heltast.

 

Sjálfir telja vísindamennirnir að niðurstöðurnar geti auðveldað bæði dýralæknum og kattaeigendum að ákvarða hvernig eigi að veita köttunum sem best lífsskilyrði. Jafnframt vilja þeir undirstrika að hægt sé að koma í veg fyrir útbreiddustu kattasjúkdómana.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is