Vísindamenn: Loftslagsbreytingar hafa valdið langmestu um hitabylgjurnar sem geisað hafa í júlí

Ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af manna völdum hefðu hitabylgjurnar sem geisað hafa um allan heim ekki orðið nærri því eins skaðlegar og raun ber vitni.

BIRT: 28/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Loftslagsbreytingar af manna völdum hafa haft „langmest“ áhrif á þær skelfilegu hitabylgjur sem geisað hafa í Norður-Ameríku, Evrópu og Kína í júlí.

 

Þetta er álit vísindamanna við alþjóðlegu veðursamtökin „World Weather Attribution“ í rannsókn sem birtist í síðustu viku.

 

„Hitastigið í Evrópu og Norður-Ameríku hefði aldrei getað orðið svona hátt ef ekki væri fyrir áhrif loftslagsbreytinga,“ segir Izidine Pinto hjá hollensku veðurstofunni.

 

Alþjóðlegu veðursamtökin „World Weather Attribution“ byggja á fræðilegu samstarfi, sem hefur það að leiðarljósi að rannsaka hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á öfgar í veðurfari.

 

Síðastliðna helgi voru þúsundir ferðamanna fluttir á brott frá grísku ferðamannaeynni Ródos vegna skógarelda.

 

Frá því í byrjun mánaðarins hafa veðuröfgar valdið eyðileggingum, svo sem eins og skógareldum, vatnsskorti og hitabylgjum, víðs vegar um heim. Hitastig hefur náð hæstu hæðum í Kína, Bandaríkjunum og í suðurhluta Evrópu.

 

Ef marka má rannsóknina hefur aukin þéttni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu gert það að verkum að hitastig í hitabylgjunni í Evrópu hefur orðið 2,5 gráðum hærra en ella.

 

Hitastigið í hitabylgjunni í Bandaríkjunum hefur orðið tveimur gráðum hærra, en hitinn í Kína hefur hækkað um eina aukalega gráðu.

 

Auk þess að hafa mjög alvarleg áhrif á fólk hafa hitabylgjurnar eyðilagt uppskeru og dregið til dauða dýr í sveitum.

 

Í þessu sambandi ber einkum að nefna maís- og sojabaunauppskeru í Bandaríkjunum, mexíkóska nautgripi, suðurevrópskar ólífur og kínverska bómull.

Vísindamenn draga þá ályktun í rannsókninni að hitabylgjur í líkingu við þessa verði sífellt algengari þegar fram líða stundir ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Langvarandi tímabil með gífurlegum hita eiga að öllum líkindum eftir að endurtaka sig á tveggja til fimm ára fresti ef hitastig jarðar hækkar um meira en tvær gráður samanborið við hitastigið fyrir iðnvæðinguna.

 

Meiri og meiri öfgar

„Atvikin sem við höfum orðið vitni að eru ekki sjaldséð í loftslagi nútímans,“ segir Friederike Otto, vísindamaður við Grantham stofnunina á sviði loftslagbreytinga í London.

 

„Á meðan við höldum áfram að brenna jarðefnaeldsneyti eigum við eftir að verða vitni að þessum veðuröfgum aftur og aftur“.

BIRT: 28/07/2023

HÖFUNDUR: RITZAU/

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is