Hvað ákvarðar hvar fita sest á líkamann?

Hvernig stendur á því að á mörgun konur skuli fitan helst setjast á rass og læri en aðrir fitna á maganum en halda grönnum lærum?

Staðsetning fitubirgða á líkamanum ræðst af ýmsum þáttum, en mestu skipta hormón, erfðir og líkamsvirkni. Fitusöfnum kvenna og karla er áberandi misjöfn og ástæða þess er kvenhormónið estrógen.

 

Estrógen eykur líkamsfitu og þar eð konur framleiða meira af því en karlar verður fituhlutfall þeirra hærra (25-31% hjá konum en 19-26% hjá körlum). Þetta kynhormón sér jafnframt til þess að fitan sest á rass, læri og mjaðmir og konur verða því oft nokkuð perulaga. Eftir breytingaskeiðið, þegar dregur úr hormónaframleiðslu, er eðlilegt að fitan færist ofar á konum. Mjaðmirnar verða þá grennri en mittismálið vex og konan tekur í vaxandi mæli á sig „eplaform“ karlmanna.

 

Allmörg gen hafa líka reynst hafa áhrif á hvar fitan tekur sér bólfestu. Það er ekki gerlegt að hafa áhrif á erfða- eða hormónaorsakir fitusöfnunar en að nokkru leyti er unnt að breyta eplaforminu í peruform með líkamshreyfingu. Þegar vöðvarnir starfa, framleiða þeir boðefnið interleukin-15, sem hefur reynst draga úr kviðfitu en hefur ekki áhrif á fitu á rassi og lærum.

 
 
(Visited 93 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR