Af hverju hafa svo mörg dýr tvö augu?

Tvö augu hafa a.m.k. fjóra kosti umfram aðeins eitt stakt auga.

 

Í fyrsta lagi hefur dýrið auga til vara, ef annað augað skyldi eyðileggjast. Í öðru lagi verður sjónsviðið víðara.

 

Eineygt fólk hefur 150 gráðu lárétt sjónarhorn en með tvö augu náum við 180 gráðum.

 

Hjá mörgum fuglum eru augun á hliðunum og þeir ná því að sjá nánast allan hringinn án þess að snúa höfðinu.

 

Í þriðja lagi veita tvö samhliða augu mun nákvæmara fjarlægðarskyn og um leið nákvæmar upplýsingar um fjarlægðina til bráðarinnar, svo dæmi sé tekið. Og í fjórða lagi auka tvö augu til muna hæfnina til að greina veik sjónboð.

 

Sumar eðlur, froskar og fiskar hafa þriðja augað ofan á höfðinu og köngulær hafa allt upp í fern pör af augum.

 
 
(Visited 81 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR