Af hverju renna loftsteinarnir ekki saman í reikistjörnu?

Loftsteinarnir eru það efni sem gekk af þegar sólkerfið myndaðist fyrir 4,5 milljörðum ára.

 

Stærð þeirra margra mælist vissulega í kílómetrum og þeir skipta tugum þúsunda, en ef við ímyndum okkur að þeir rynnu allir saman í eina plánetu, yrði hún þó afar smá.

 

Samanlagður massi þessara loftsteina er nefnilega minni en tunglsins.

Loftsteinarnir eiga þess ekki heldur neinn kost að sameinast.

 

Ástæðan er aðdráttarafl Júpíters sem er stærsta plánetan í sólkerfinu. Þyngdarafl Júpíters hefur gríðarleg áhrif og í lofsteinabeltinu lýsir það sér í svonefndri meðsveiflun.

 

Meðsveiflun kallast það þegar brautartími loftsteins er einfalt, almennt brot af brautartíma Júpíters, t.d. 1/3 eða 2/5.

 

Þyngdarafl Júpíters getur ýtt við loftsteini, sem lendir í slíkri meðsveiflun, og komið honum þannig inn á nýja braut, þar sem hann gæti rekist á aðra loftsteina.

 

Slíkir árekstrar eru svo harðir að lofsteinarnir springa í smábrot, en renna ekki saman í stærri hnött.

 

Samkvæmt nýjustu rannsóknum hefur Júpíter nálgast sólina allt frá því í árdaga sólkerfisins og því hafa nýir og nýir loftsteinar lent í meðsveiflunarsviði hans. Þeim hefur því aldrei unnist tóm til að safnast saman í reikistjörnu.

 
 
(Visited 89 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR