Blettir Júpíters birtast og hverfa

Stjörnufræði

Stundum er engu líkara en Júpíter sé að fá mislinga. Á plánetunni eru tveir stórir, rauðir blettir, en á myndum sem Hubble-sjónaukinn tók á síðasta ári hafði sá þriðji skyndilega bæst við.

Upphaflega mátti greina nýja blettinn sem hvítt óveðurssvæði, en á Hubble-myndunum var svæðið orðið rautt. Eftir fáeina mánuði lá leið hans svo framhjá þeim stærri af hinum blettinum og sá gleypti þann nýja í sig.

Ekki er vitað með vissu af hverju blettirnir á Júpíter verða rauðir. Hugsanlegt er að mjög hvassir vindar þyrli fosfórríku efni upp úr þéttari hlutum gufuhvolfsins og efnahvörf verði þegar fosfórinn kemst í snertingu við sólarljósið.

Minni bletturinn á Júpíter myndaðist á árunum 1998 – 2000. Hann var einnig hvítur í upphafi. Stóri, varanlegi bletturinn er þrefalt stærri en jörðin og hefur verið þekktur í um 340 ár.

Subtitle:
Old ID:
690
521
(Visited 18 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.