Nýfundin geimpláneta á leið til tortímingar

Ekki voru menn fyrr búnir að uppgötva geimplánetuna Wasp-18b, en tími virðist kominn til að kveðja hana aftur. Plánetan sem er um tíföld á við Júpíter að stærð, er nefnilega á leið til tortímingar og verður gleypt af sinni eigin sól eftir svo sem milljón ár. Þessi pláneta er nú þegar komin svo nálægt stjörnunni að hver hringferð um hana tekur ekki nema 0,94 jarðsólarhringa. Fjarlægðin milli stjörnu og plánetu er nú um 3 milljónir kílómetra. Til samanburðar er jörðin um 50 sinnum lengra frá sólinni.

Plánetan er í um 325 ljósára fjarlægð héðan og af gerð sem kallast „heitur Júpíter“. Hún hefur trúlega myndast langt frá móðurstjörnunni fyrir svo sem milljarði ára. Með tímanum hefur þyngdaraflið dregið hana æ nær stjörnunni og er nú komin svo nálægt henni að miðað við hefðbundnar kenningar ætti stjarnan þegar að hafa gleypt hana í sig fyrir löngu.

Subtitle:
Old ID:
999
816
(Visited 19 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.