Alheimurinn

Ráðgátan um hina heitu kórónu sólar leyst

Hin ægiheita kóróna yfir köldu yfirborði sólar er eins og heitur pottur ofan á kaldri eldavélarhellu. Fram til þessa hafa fræðimenn ekki getað útskýrt varmayfirfærsluna en nýjar athuganir afhjúpa gangverkið.

BIRT: 04/11/2014

Umhverfis sólina er að finna kórónu – þunnar gasslæður sem teygja sig milljónir kílómetra út í geiminn og lýsa með perluhvítu skini. Þetta hvíta skin endurspeglar ofurhátt hitastig gasskýjanna, því kórónan er um eina milljóna gráðu heit og sums staðar allt að fjórum milljón gráðum.

 

Það hefur verið mönnum ráðgáta hvers vegna þetta þunna gas verður svo ógnarheitt, allt frá því að hitastigið varð ákvarðað upp úr 1940.

 

Þá uppgötvuðu stjarneðlisfræðingar að í kórónunni eru járnfrumeindir sem eru svo ákaflega jónaðar að þær hafa glatað allt að helmingi rafeinda sinna, en það getur einungis gerst við milljóna gráðu hita.

 

Á þeim tíma gátu menn hreint ekki útskýrt þetta fyrirbæri. Kórónan er nefnilega eins og sjóðandi ketill á kaldri eldavélahellu. Skínandi yfirborð sólar er aðeins um 6.000 gráðu heitt þannig að augljóst er að upphitun kórónunnar gengur ekki fyrir sig með venjulegum varmafræðilegum hætti. Enda er þá hellan alltaf heitari en vatnið í katlinum.

 

Á síðustu áratugum hafa athuganir með gervihnöttum og sólarsjónaukum afhjúpað að þessi ógnarlega hitun kórónunnar helst í hendur við segulvirkni í innri lögum sólarinnar. Þegar hitinn frá kjarna sólar nær yfirborðinu greinist hann m.a. sem segulorka. Og nú hefur vísindamönnum loksins tekist að útskýra hvernig þessi segulmagnaða orka færist út í gríðarlega kórónuna þar sem hún aftur umbreytist í varma.

 

Tvö gangverk eru hér til staðar. Annað þeirra var afhjúpað árið 2007 þökk sé japanska gervihnettinum Hinode og eru lítil sólgos.

 

Hitt gangverkið eru segulmagnaðar bylgjur sem geisa upp til kórónunnar.

 

Sænski eðlisfræðingurinn Hannes Alfvén sagði þegar fyrir um þetta fyrirbæri árið 1942, en Alfvén fékk Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1970 fyrir kenningu sína.

 

En það er fyrst nú sem teymi norrænna, enskra og bandarískra stjarneðlisfræðinga hefur fundið sönnun á tilvist þessara segulmögnuðu bylgna. Brautin var rudd með hinum sænska sólarsjónauka á La Palma.

 

Samkvæmt David Jess við Queen University í Belfast sanna athuganir gagngert að segulmagnaðar alfvén-bylgjur þeytast frá yfirborði sólar út í kórónuna. Og útreikningar hans benda til að í þeim sé að finna næga orku til að hita kórónuna svo geigvænlega.

 

Orkan myndast í kjarnanum

 

Að kórónan geti yfir höfuð orðið svona ógnarheit stafar af því að sólin er orkuver. Stjarnan líkist einsleitri kúlu úr lýsandi gasi en samanstendur í raun af mörgum lögum.

 

Orkan myndast í kjarnanum þar sem vetni rennur saman í helín. Þaðan færist það út á við sem geislun gegnum geislunarlagið sem endar um 200 þúsund km undir yfirborðinu. Þar hefst iðuhvolf þar sem heitt rafgas stígur upp úr djúpinu og kaldara rafgas sekkur niður á við. Ofar liggur ljóshvolfið með lýsandi yfirborð sólarinnar og lofthjúpurinn byrjar með lithvolfi sem er lag milli yfirborðs og hinnar víðfeðmu kórónu.

 

Í samrunaorkuverinu í kjarnanum nær hitinn 15 milljón gráðum en fellur eftir því sem ofar dregur að yfirborðinu sem nær aðeins litlum 6.000 gráðum.

 

Á leiðinni í gegnum fyrstu 2.000 km út úr lofthjúpnum stígur hitinn jafnt í 10.000 gráður. En ofar, sem nemur einungis nokkurra hundruða km fjarlægð, stekkur hitastigið skyndilega í allt að 4 milljón gráður.

 

Tengingin milli yfirborðs sólar og kórónunnar eru lykkjur af segulmögnuðum strókum sem ganga frá yfirborðinu og teygjast út í lofthjúpinn.

 

Segulmagnið er sterkt yfir sólgosum ásamt litlum lýsandi svæðum er kallast sólýringar. Það var einmitt viðlíka lýsandi svæði á stærð við England sem sérfræðingarnir athuguðu. Með því að mynda svæðið með upplausn sem nam einungis 110 km sáu þeir í fyrsta sinn kennimerki hinna segulmögnuðu bylgna.

 


Alfvén-bylgjurnar myndast á sólaryfirborði þegar bólur af rísandi rafgasi úr iðrum stjörnunnar skjótast upp yfir yfirborðið og falla niður aftur. Á svæðum með öflugu segulsviði sem teygir sig út í kórónuna – eins og hinir lýsandi sólýringar – spírallast bylgjurnar upp með jöðrunum í hreyfingum sem minnir á þegar tappatogari er togaður upp.

 

Segulstrókarnir draga einnig til sín hlaðið rafgas og það reyndust vera vetnisjónir í rafgasinu sem fólu í sér sönnunina fyrir tilvist þessara segulmögnuðu bylgna.

Vetnisjónirnar taka til sín og senda frá sér geislun af tiltekinni tíðni. Þegar ein alfvén-bylgja hringast upp til kórónunnar kemur hún vetnisrafgasinu umhverfis jaðar stróksins á hreyfingu þannig að vetnið hreyfist til skiptis niður og aftur upp.

 

Við þetta á sér stað hliðrun með blá- og rauðviki ljóss séð frá jörðu og þessi hreyfing jónanna getur samkvæmt fræðimönnum einungis stafað frá segulmögnuðum alfvén-bylgjum.

 

Skammhlaup veitir varma

 

Athuganir með japanska gervihnettinum Hinode sýndu fyrir tveimur árum að mikill fjöldi lítilla sólgosa sem stöðugt eiga sér stað, leggi sitt af mörkum til upphitunar kórónunnar. Þessi litlu sólgos myndast af sömu ástæðu og gríðarstór sólgos sem þeyta stærðarklumpum af jónuðu gasi út í geim.

 

Orsök sólgosanna er eins konar skammhlaup milli tveggja segulmagnaðra lykkja. Skammhlaupið leiðir til skyndilegrar umbreytingar á segulsviðinu en við það breytist segulmögnuð orka í varma. Hinode staðfesti m.a. að skotvindar með afar heitu rafgasi þeyttust upp í kórónuna.

 

Með þessum athugunum ásamt afhjúpun á alfvén-bylgjunum er útlit fyrir að fræðimenn hafi nú seint og um síðir fundið lausnina á 60 ára gamalli ráðgátu um þennan ógnarhita í kórónu sólar.

 
 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

5

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

6

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is