Stærsta fyrirbæri í alheimi fundið

Risavaxið samsafn af stjörnuþokum sem hefur verið nefnt „BOSS Great Wall“ fannst í 4,5 til 6,5 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu.

Alheimurinn

Lestími: 2 mínútur

 

Nú hafa vísindamenn gert nýja uppgötvun í geimnum sem fær jörðina til að líkjast agnarögn.

 

Hér er á ferðinni formgerð sem hefur verið nefnd „BOSS Great Wall“. Formgerð þessi er – rétt eins og nafnið bendir til – eins konar „múr“, samansettur úr mörgum ofurklösum eða risavaxið safn af stjörnuþokum. Stjörnuþokur, eins og t.d. Vetrarbrautin, safnast saman í þyrpingar vegna þyngdarkraftsins og þessar þyrpingar safnast síðan saman í ofurklasa.

 

Þessi er með sinni stærð sem nemur 1 ljósári, stærsta fyrirbæri sem fundist hefur í alheimi.

 

Stærst í alheimi

 

Formgerð þessi samanstendur af 830 aðskildum stjörnuþokum og massi hennar er 10.000 sinnum meiri en massi Vetrarbrautarinnar, segir í New Scientist. Það er erfitt að ímynda sér slíka stærð en til að reyna að setja þetta í eitthvað samhengi, þá er jörðin á braut um eina stjörnu, sólina okkar. Fyrir utan hana þá er í Vetrarbrautinni að finna meira en 200 milljarða af stjörnum og um allar þessar stjörnur er óþekktur fjöldi reikistjarna.

 

Margfaldaðu þetta með 10.000 og útkoman er BOSS.

Fleiri ofur-formgerðir í alheimi

BOSS stendur fyrir Baryon Oscillation Spectroscopic Survey og það var teymi stjarneðlisfræðinga frá Kanaríeyjum sem hefur birt grein um fundinn í vísindatímaritinu Astronomy & Astrophysics.

 

Þessi risavaxna formgerð sem er að finna í milli 4,5 og 6,5 milljarða ljósára fjarlægð, getur gagnast við rannsóknir sem varða hvernig alheimur mótaðist eftir Miklahvell. Sambærileg en öllu minni formgerð hefur áður fundist og nefnist sú Sloan Great Wall. Og svo seint sem árið 2014 komust vísindamenn að því að Vetrarbraut okkar tilheyrir ofurklasa sem þeir nefndu Laniakea.

 

 

12.05.2021

 

 

 

SARAH STILLING SKRIVERGAARD

 

 

(Visited 1.480 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR