Fyrsti hnykkjarinn var kennari, býbóndi og heilari

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þegar Daniel David Palmer opnaði kírópraktorskóla í Davenport í Iowa í Bandaríkjunum 1897 lagði hann grunninn að alveg nýrri grein meðhöndlunar og forvarna í lækningum.

 

Palmer var kennari og býflugnabóndi og fékkst að auki við heilun. Árið 1895 kom til hans maður, Harway Lillard að nafni, sem verið hafði heyrnarlaus í 17 ár og var að auki með lítinn hnúð á baki. Palmer taldi misgengi hryggjarliða vera orsök flestra sjúkdóma vegna þess að þetta olli truflunum í taugakerfinu. Hann meðhöndlaði því sjúklinginn með því að hnykkja á hryggjarsúlu og liðum. Eins og fyrir hreint kraftaverk fékk Lillard heyrnina aftur og Palmer varð samstundis ljóst að hér hafði hann gert merkilega uppgötvun. Hann stofnaði svo „School of Chiropractic“ og menntaði alls 15 hnykkjara á árunum 1897-1902. Læknar tóku fyrirbrigðinu almennt með miklum efasemdum en sjálfur leit Palmer á sig sem trúarbragðahöfund á borð við Krist og Múhameð.

 

Palmer dó úr taugaveiki árið 1913 en hugmyndir hans lifðu áfram. Hnykklækningar töldust lengi dulræn og trúarleg meðhöndlun en öðluðust smám saman viðurkenningu og eru nú grundvallaðar á þekkingu og rannsóknum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is