Vísindi Vesturlanda munu breyta Indlandi. Þetta var viðkvæðið í auglýsingum Union Carbide um 1960. Og forsvarsmenn þessa efnaiðnaðarfyrirtækis reyndust hafa rétt fyrir sér. Union Carbide var fyrst bandarískra stórfyrirtækja til að koma undir sig fótunum á Indlandi og 1984 átti það sök á versta umhverfisslysi sögunnar. Í skodýraeiturverksmiðjunni í Bhopal, skammt frá Mumbai, hafði gasaðvörunarkerfi verið aftengt í mörg ár, þegar 40 tonn af gasi flæddu út yfir svæði þar sem íbúafjöldinn var um 500.000. 8.000 manns dóu í rúmum sínum eða úti á götum og enn fleiri dóu síðar af eituráhrifunum. Vel yfir 100.000 manns sködduðust fyrir lífstíð. Forstjórinn, Warren Anderson, stakk af og hefur aldrei verið dæmdur.