Maðurinn

Kórónuveiran var EKKI búin til á rannsóknarstofu

Nei, nei og aftur nei. Þrjár mikilvægar ástæður sýna að kórónuveiran var ekki sköpuð í tilraunaglösum vísindamanna.

BIRT: 08/05/2020

Samsæriskenningar hafa blómstrað frá því að Covid-19 farsóttin braust út: Þessi nýja kórónuveira var búin til á rannsóknarstofu en slapp þaðan út eða þá að henni var sleppt út sem sýklavopni og áttu þá ýmist Kína eða BNA í hlut – allt eftir því hver er spurður.

Þrátt fyrir að sönnunargögnin takmarkist einungis við að rannsóknarstofnunin Wuhan Institute of Virology hafi stundað rannsóknir í kórónusmiti frá dýrum til manna, hefur samsæriskenningin fest rætur. Bandarísk öryggisyfirvöld kynntu síðan undir því báli þegar þau settu af stað rannsókn á kínversku veirustofnuninni.

Í nýlegri skoðanakönnun sögðust 23% Bandaríkjamanna og 17% Frakka trúa því að menn hafi búið til veiruna.

En hjá vísindamönnum ríkir enginn vafi: Afar ólíklegt er að þessi nýja kórónuveira hafi verið manngerð – og fyrir þessu eru þrjár góðar og veigamiklar ástæður:

1. Kórónaveiran líkist náttúrulegum veirum

Eitt helsta vopnið í baráttunni við þessa nýju kórónuveiru hefur frá upphafi verið það að vísindamenn náðu að kortleggja allt erfðaefni veirunnar – genamengið – snemma í framvindu farsóttarinnar. Genamengi má líkja við kóða sem má í raun nýta til að endurmynda lífveruna og kóðinn er samsettur úr röð fjögurra basa – svonefndra kirna – sem mynda DNA.

Genamengi tiltekinnar veiru má bera saman við önnur genamengi veira með því að rannsaka hve stór hluti kóðans skarast í þeim. Áhrifamikil rannsókn sýnir að nýja kórónuveiran SARS-CoV-2 er 96% alveg eins og önnur kórónuveira sem nefnist RaPG13 en hún hefur fundist í leðurblökum í Yunan-héraði í Kína.

Munur sem nemur 4% þykir afar mikill í þróunarlegu samhengi – og það er einkum í einni genaröð úr genamenginu sem kórónuveirurnar tvær víkja hvor frá annarri: Það er sá hluti sem stýrir því hvernig veiruögn tengist og smitar mannsfrumu. Í annarri kórónuveiru sem fannst í skeldýrum er genaröðin hins vegar 99% alveg eins og í SARS-CoV-2. Þessi skörun í erfðaefninu bendir samkvæmt vísindamönnum til þess að tvær ólíkar veirur hafi stökkbreyst saman í hýsli – mögulega skeldýri – og síðan borist í óþekktan sjúkling 0.

Viðlíka þróun hefur áður greinst hjá öðrum kórónuveirum og er skýr vísbending um að veiran eigi sér náttúrulegan uppruna.

2. Veiran virðist ekki vera genabreytt

Fyrsta fullkomna genamengið að nýju kórónuveirunni afhjúpar formgerð sem líkist náttúrulegum kórónuveirum. Hér er genamenginu skipt upp eftir þeim prótínum sem basapörin kóða fyrir. S stendur t.d. fyrir brodd – prótínið sem kórónuveiran notar til að þrengja sér inn í mannsfrumur. M stendur fyrir himnu veirunnar.

Í vísindagrein sem var ekki ritrýnd af jafningjum var staðhæft að hlutar úr nýju kórónuveirunni séu komnir frá HIV-veirunni og franski Nóbelsverðlaunahafinn Luc Montagnier tók undir þessa samsæriskenningu. En vísindagreinin var fljótlega dregin til baka og staðhæfingar Montagniers skotnar niður af kollegum hans.

Ef vísindamenn hefðu genabreytt nýju kórónuveirunni á rannsóknarstofu hefðu þeir þurft að nota svokallaða vektora til að smygla genum inn í genamengið til að vopnavæða veiruna. Einn slíkur vektor gæti t.d. verið skaðlaus veira sem er búið að splæsa í genaröð kirna inni í DNA veirunnar. Þegar veirunni er síðan sprautað inn í frumu, tekur þessi viðbætta genaröð sér sess í DNA-inu og sýkta fruman byrjar t.d. að framleiða nýjar veirur.

En slíkur vektor skilur eftir sig spor, t.d. í formi mynstra eða lengri genaraða sem eru alveg eins og erfðaefni í öðrum veirum. Fram til þessa hafa vísindamenn ekki fundið nein merki um genabreytingar í kórónuveirunni – þvert á móti eru stökkbreytingarnar í SARS-CoV-2 í eðlilegu mynstri samanborið við veirur af sama toga.

3. Mistök hjá rannsókarstofnuninni ólíkleg

Fjölmargir vísindamenn hafa undirritað yfirlýsingu þar sem samsæriskenningar um að SARS-CoV-2 eigi að hafa verið búin til á rannsóknarstofu eru fordæmdar. Í yfirlýsingunni er vísað í níu rannsóknir sem benda með skýrum hætti til náttúrulegs uppruna veirunnar. Sú kenning að veiran hafi sloppið út úr rannsóknarstofu í Wuhan fyrir mistök nýtur ekki stuðnings vísindamanna – þrátt fyrir að það hafi áður gerst með t.d. SARS.

Í viðtali við bandarísku fréttaveituna Vox útskýrir sjúkdómavistfræðingurinn Peter Daszak að það sé ákaflega ólíklegt. Rannsóknir hans sýna að 3% íbúanna sem búa nærri stórum leðurblökusamfélögum bera mótefni gegn veirum sem finnast í leðurblökunum. Það samsvarar því að milli ein og sjö milljón manns í SA-Asíu smitist árlega með veirum frá leðurblökum.

Líkurnar á því að sjúklingur 0 finnist meðal þeirra sex sem störfuðu í Wuhan-rannsóknarstofnuninni og unnu með leðurblökuveirur sérstaklega eru að sama skapi hverfandi.

En meðan hvorki sjúklingur 0 né smitleiðin frá dýrum til manna er sannreynd munu samsæriskenningar líklega áfram lifa góðu lífi.

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is