Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði

Baktería skiptir um erfðamassa

Læknisfræði

Lengra verður vart komist í genagræðslu en að koma lífveru til að breyta sér úr einni tegund í aðra. En þetta hefur nú verið gert og gæti orðið upphafið að eins konar „gervilífverum“ sem væru nýsmíðaðar alveg frá grunni.

Við hefðbundna genagræðslu er skipt um aðeins eitt eða kannski örfá gen, en að þessu sinni gengu vísindamennirnir mun lengra. Þeir hreinsuðu allt gengamengið úr bakteríunni Mycoplasma mycoides og settu síðan bakteríur af skyldri tegund, Mycoplasma capricolum í næringarríka upplausn með þessu framandi genamengi í tilraunaskál. Það tók aðeins fjóra daga að fá fram hina tegundina, M. mycoides, í tilraunaskálinni.

Tilrauninin var gerð á einkarekinni stofnun, J. Craig Venter-stofnuninni, í Bandaríkjunum, en þar hafa menn lengi unnið að því að skapa „gervilíf“. Meðal annars eru hér gerðar tilraunir með að fjarlægja eins mörg gen úr Mycoplasma-bakteríum og unnt er, þannig að þær haldist þó á lífi og geti enn fjölgað sér. Þetta minnsta hugsanlega genamengi mætti þá afrita vélrænt og bæta svo við genum sem t.d. gerðu bakteríunni fært að framleiða lífrænt eldsneyti eða brjóta niður mengunarefni.

Subtitle:
Old ID:
530
374
(Visited 9 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This