Læknar fá hreyfimynd af líkamanum

Læknisfræði

Hópur kanadískra vísindamanna hefur nú skapað fyrsta fullkomna tölvulíkanið af mannslíkamanum. CAVEman kalla vísindamennirnir þetta sköpunarverk sitt, en þeir starfa við háskólann í Calgary.

CAVEman varð til á grundvelli líffræðibóka og ýmsum meginkerfum líkamans breytt í teiknaðar hreyfimyndir af listamönnum áður en þær öðluðust líf fyrir tilverknað tölvunnar. Þótt CAVEman sé í fullri líkamsstærð má skala stærðina bæði upp og niður. Á sama hátt geta vísindamennirnir líka látið sér nægja að skoða afmarkaða hluta líkansins.

Ætlunin er að CAVEman verði verkfæri í höndum vísindamanna. Með þessari nýju tækni geta þeir skoðað árangur tilrauna innan frá með því að umbreyta læknisfræðilegum upplýsingum í hreyfimyndir. Þannig geta þeir rannsakað sjúkdóma með þeim hætti sem áður hefur verið óhugsandi. CAVEman gerir skurðlæknum líka kleift að prófa nýja skurðtækni og krabbameinslæknar geta beitt geislameðferð mun nákvæmar en fyrr.

Og vísindamennirnir reikna með að þessa nýju tækni megi nýta við margvíslegar rannsóknir á vexti og þróun bæði varðandi framtíðarhorfur og flókin sýndarlíkön.

Subtitle:
Old ID:
531
375
(Visited 6 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.