Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði Tækni Uppfinningar

Málmnet í stað hefðbundinna skurðlækninga

Heilablóðfall er ein algengasta dánarorsök á Vesturlöndum. Í mörgum tilvikum er ástæðan kölkun í hálsslagæðinni og læknar hafa nú árum saman

rætt ágæti tveggja lækningaaðferða.

Nú hafa læknar við Tækniháskólann í München fylgst með 1.214 sjúklingum í tvö ár og komist að þeirri niðurstöðu að

líkurnar á öðru áfalli séu undir 1%, hvorri aðferðinni sem beitt er. Önnur aðferðin er hefðbundin skurðaðgerð, þar sem

læknar fjarlægja harðnaða fitu sem þrengir æðina. Hin aðferðin krefst aðeins staðdeyfingar. Mjórri slöngu er smeygt

inn í blóðrásina í náranum og þaðan alla leið upp í háls þar sem lítið málmnet er skilið eftir til að þenja út æðina.

Subtitle:
Old ID:
746
564
(Visited 10 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.