Maðurinn

Svona hefur Facebook áhrif á heilann

Því er haldið fram að löngun í „læk“ á Facebook eigi sök á allt frá lágu sjálfsmati til fíknar. Skannanir sýna hvað gerist í heilanum þegar þú skoðar Facabook.

BIRT: 26/12/2023

Facebook skaðar andlega heilsu – Facebook heldur viðhorfum þínum í bergmálshelli – Facebook er ávanabindandi

FACEBOOK SKAÐAR ANDLEGA HEILSU

 

Ótal sálfræðirannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlar á borð við Facebook og systurmiðilinn Instagram hafa áhrif á geðheilsuna.

 

Sé Facebook skoðuð ein og sér sýnir þriggja ára gömul spurningakönnun frá Harvard að t.d. 1% fjölgun stöðuuppfærslna og læk-þumla hjá öðrum hefur í för með sér 5-8% versnun á andlegri líðan.

 

Samanburðargreining á 50 rannsóknum hefur m.a. sýnt fjölgun þunglyndistilfella hjá fólki sem:

 

* … eyðir miklum tíma á samfélagsmiðlum

 

* … skoðar samfélagsmiðla oft

 

Ein umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar sýnir að 1.500 Bandríkjamenn hresstust dálítið við að yfirgefa Facebook í einn mánuð. Áhrifin voru mest í yngsta aldurshópnum.

 

Um tíundi hver valdi að halda áfram á Facebook eftir að rannsókninni lauk.

 

Myndband: Facebook rænir gleðinni úr hversdagslífinu

 

Önnur rannsókn bendir til að Facebookflettingar auki hættuna á þeirri tilfinningu að missa af einhverju. Þessi ummerki sjást ekki í tengslum við Snapchat.

 

Þriðja rannsóknin kortlagði hvernig kvíði notenda jókst í takti við þann tíma sem þeir eyddu á samfélagsmiðlum. Hvort kvíðinn stafar af notkun samfélagsmiðla eða kvíðið fólk noti miðlana meira, verður ekki fullyrt á grundvelli þessarar rannsóknar.

 

Í sumum rannsóknum hafa MR-skannanir sýnt minna af gráum heilavef en almennt er í svonefndum Accumbenskjarna í heila fólks sem notar Facebook mikið. Grái heilavefurinn er uppistöðuefni í heilanum og umlykur heilafrumurnar sjálfar.

 

Accumbenskjarninn er hluti af verðlaunakerfi heilans og virkjast þegar ástæða er til vellíðunar. Heilastöðin semdir þá t.d. gleðihormónið dópamín út í heilann.

 

Verðlaunakerfið losar dópamín í heila

Upphaf, væntingar og verðlaun hafa áhrif á dópamínlosun á mismunandi hátt.

 

Óvænt lukka veldur gleði

Fáir þú meiri umbun en þú áttir von á eða ef umbunin kemur alveg á óvart – t.d. þegar þú færð alveg óvænt mjög mörg „læk“ við efni á Instagram – losnar mikið af dópamíni.

Væntingar taka yfir

Með tímanum lærist að búast við ákveðnum viðbrögðum við ákveðnum aðgerðum og dópamín losnar ekki lengur við umbunina sjálfa, heldur við væntingarnar, t.d. þegar þú opnar Facebook.

Skortur á umbun minnkar gleði

Fáum við ekki þá umbun sem við áttum von á – t.d. mjög fá „læk“ á miðli þar sem við eigum von á mörgum – minnkar dópamín framleiðslan. Það eru í raun boð um að við ættum að íhuga hvort þessi vani sé heppilegur.

 

Kenningin er sú að færri heilafrumur í þessari heilastöð hafi áhrif á geðheilsuna.

 

Sálfræðingar benda t.d. á að samfélagsmiðlar þvingi fólk til að bera sig saman við aðra, einkum gildir það um yngra fólk. Þetta getur haft mikil áhrif á sjálfsmat.

 

Til viðbótar hafa rannsóknir sýnt að mjög virkir notendur samfélagsmiðla eiga erfiðara með að einbeita sér og hafa lakara minni.

 

Eigin rannsóknir Facebook-fyrirtækisins miða að því að afsanna þetta en margir sálfræðingar benda líka á að samfélagsmiðlar kunni að hafa jákvæð áhrif en þau sé enn erfiðara að rannsaka.

 

FACEBOOK HELDUR VIÐHORFUM ÞÍNUM Í BERGMÁLSHELLI

 

Hafi þessi grein birst á tímalínunni þinni, er nokkuð öruggt að algoritmi miðilsins hefur metið það svo að þetta væri lesefni sem þú hefðir sennilega áhuga á.

 

Þessi samfélagsmiðill er nefnilega hannaður til að skila til einstakra notenda meira af því sem notandinn þekkir, líkar vel og er sammála. Þetta mætti kalla staðfestingarslagsíðu.

 

Facebook_Bekraeftelsesbias

Til að skýra staðfestingarslagsíðu er oft notað Venn-mengi sem sýnir hvernig heilinn velur sér þá þekkingu sem kemur heim og saman við eigin viðhorf.

 

MR-skannanir hafa sýnt að heilastöðin pMFC í ennisblaði sem stýrir ákvörðunum og viðhorfsbreytingum, virkjast þegar fólk fær staðfestingu á eigin reynslu eða skoðun. Á hinn bóginn dró úr virkninni þegar gagnstæð rök voru viðruð.

 

Seglar mæla heilavirkni

MR-skanni snýr eins öllum frumeindum í öflugu segulsviði. Með hjálp þeirra útvarpsbylgna sem frumeindirnar senda frá sér, skapar skanninn nákvæma mynd af heilanum.

 

Frumeindir í líkamsvökva hafa mismunandi segulpóla sem snúa hver í sína átt og snúningsstefnu.

Í MR-skanna er öflugt segulsvið sem snýr öllum frumeindunum eins þannig að þær verða líkt og örsmáar áttavitanálar.

Rafsegulstuð eru send inn á svæðið sem rannsaka skal. Frumeindir hvarfla frá stefnunni og þegar segulstuðið slokknar, sveiflast þær til baka og send frá sér útvarpsbylgju.

Vísindamenn segja staðfestingarslagsíðu valda því að fólk með sömu viðhorf lokist inni í bergmálshelli, án mótröksemda og þar eflist viðhorfin og verði jafnvel öfgakenndari.

 

Rannsóknir hafa sýnt að:

 

* Facebook hefur pólunaráhrif

* Reddit hefur mildandi áhrif

* Twitter hefur lítil áhrif

 

Bergmálshellar eru hættulegir vegna þess að þar geta komið fram rangar upplýsingar sem fáir eða engir í hópnum athuga nánar eða kanna sannleiksgildið en mótrök eða gildar heimildir eru lítilsvirt. Þetta segja vísindamenn gerast t.d. á spjallrásum loftslagsafneitara og sumir halda því fram að bergmálshellar kunni að hafa átt þátt í kosningasigri Donalds Trump 2016.

 

FACEBOOK VELDUR FÍKN

 

Facebook-fíkn er ekki viðurkennd greining en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að þessi samfélagsmiðill geti valdið einskonar fíknarástandi.

 

Árið 2015 sýndi athyglisverð rannsókn að Facebook virkjar sömu heilastöðvar og fíknmyndandi efni.

 

MR-skannanir sýndu t.d. að heilamandlan og svæðið striatum virkjuðust þegar notendur horfðu á myndir á Facebook eða Facebook-merkið. Þessar heilastöðvar stýra hvatvísi.

 

Þrjár leiðir dópamíns

Vanabundnar athafnir losa þrjú boðefni í heila. Noradrenalín beinir hugsuninni að venjunni. Serótónín virkjar þá tilfinningu sem hin venjubundna athöfn vekur.

 

Og dópamín kennir heilanum ákveðnar venjur og verðlaunar okkur fyrir að fylgja þeim.

 

Með tímanum fer heilinn að framleiða dópamín strax við væntingarnar um umbun, áður en athöfnin sjálf er framkvæmd en á móti minnkar dópamínframleiðslan ef umbunin skilar sér ekki.

 

Notkun samfélagsmiðla og misnotkun fíkniefna eiga það sameiginlegt að gangsetja dópamínhringrásina í heilanum.

 

Nautn verður fyrir áhrifum af dópamín

Leiðin liggur að neðri striatum, hefur m.a. áhrif á nautn og verðlaun.

 

Samspil skynjunar og dópamíns

Þessi leið liggur að efri striatum, hefur áhrif á verðlaun og skynjun.

Dópamín hefur áhrif á lærdóm

Leiðin liggur m.a. til ennisblaðanna og hefur einkum áhrif á hvatningu og lærdóm.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að stórnotendur Facebook sýna sömu einkenni og fíkniefnaneytendur.

 

En öfugt við fíkn í kókaín sem jafnframt lamar þá hluta heilans sem hafa hemil á hvatvísi, virka þessar stöðvar vel hjá Facebook-fíklum.

 

Það þarf ekki að koma á óvart að fyrrum yfirmaður hefur afhjúpað að í upphafi hafi Facebook sótt innblástur beint til tóbaksiðnaðarins.

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

5

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

6

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is