Hvaðan þekkja menn norræna goðafræði?

Þekking manna á norrænni goðafræði kemur fyrst og fremst úr Eddunum tveimur, Eddukvæðum og Snorra-Eddu, þar sem Snorri Sturluson skrifaði m.a. sagnir af goðunum.

Höfundar kvæðanna í eldri Eddunni eru óþekktir, en í þessari bók er bæði að finna goðakvæði og hetjukvæði. Þekktust goðakvæðanna eru Hávamál og Völuspá þar sem segir af sköpun heimsins, endalokum hans og endurreisn. Óðinn, sem er æðstur hinna norrænu goða, kemur mjög við sögu í flestum goðakvæðunum.

Óvíst er hvenær Eddukvæðin voru skrifuð niður, en svo mikið er víst að þau hafa mörg lifað alllengi í munnlegri geymd áður en að því kom.

Snorri Sturluson skrifaði sína Eddu snemma á 13. öld. Hér er að finna nákvæmustu frásagnir af guðunum sem varðveist hafa, en það leynir sér þó ekki að höfundurinn var kristinn.

Subtitle:
Old ID:
727
553
(Visited 30 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.