Skrifað af Eldri siðmenningar og fornleifafræði Menning og saga

Múmíur frá ýmsum tímum finnast í sömu gröfinni

Í pýramídabænum al-Lahun, á vesturbakka Nílar og fyrir sunnan Kaíró, hafa egypskir fornleifafræðingar fundið grafreit með 53 vel varðveittum múmíum. Sumar eru allt að 4.000 ára gamlar og lágu í fagurlega skreyttum trékistum í gröfum sem höggnar voru í klöpp.

Auk múmíanna fundu fornleifafræðingarnir 15 málaðar andlitsgrímur, leirmuni, heillagripi og kapellu með fórnarborði. Af múmíunum hafa 4 verið lagðar til hvílu nálægt valdatíma 22. konungsættar, 931-725 f.Kr. Þær eru einkar vel varðveittar, sveipaðar líni, gullskreyttar og málaðar með túrkís- og leirlitum, eins og tíðkaðist á þessum tíma. Aðrar múmíur hafa aftur á móti legið óhreyfðar mun lengur, eða síðan á tímum Miðríkisins á tímabilinu 2061-1786 f.Kr.

Al-Lahun er í grennd við vinina al-Fayyum sem í fornöld var eitt af þremur meginsvæðum Egyptalands ásamt Nílardalnum og óshólmum Nílar.

Subtitle:
Old ID:
812
630
(Visited 17 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.