Skrifað af Eldri siðmenningar og fornleifafræði Menning og saga

Þjónn fékk viðhafnarútför

Fornleifafræði

Í Saqqara-grafreitnum við Memphis, hina fornu höfuðborg Egyptalands, hafa fornleifafræðingar fundið gröf sem legið hefur dulin undir sandinum í meira en 3.000 ár. Í gröfinni hvíla ritari og konunglegur bryti. Annar var lagður hér til hvílu fyrir um 4.000 árum en fyrir um 3.350 árum – skammt frá tröppupýramída Djosers faraós, en þessi pýramídi er elsti pýramídinn í Egyptalandi – af alls meira en 90. Minnisgröf ritarans var byggð úr sólþurrkuðum tígulsteini og er ekki mjög tilkomumikil, en aftur á móti fundust í gröfinni þrjár tréstyttur sem sýna ritarann. Dyrnar að gröfinni voru úr viði og hurðin skreytt híróglífum og myndum af ritaranum og konu hans, sem þarna var jarðsett hjá manni sínum. Gröf brytans er höggvin í kalkstein og veggirnir skreyttir með raunsæislegum myndum af fólki við ýmsar trúarathafnir og þar má líka sjá fjörlega apa éta ávexti. Þessar veggmyndir hafa varðveist nánast óskemmdar og eru enn í skærum bláum og appelsínugulum litum.

Samkvæmt Zahi Hawass, sem er formaður Fornleifastofnunar Egyptalands, sýnir þessi uppgötvun að á Saqqara-svæðinu leynast enn margir fornleifafjársjóðir – þótt fornleifafræðingar hafi fínkembt þetta svæði í ein 150 ár. Fornleifafræðingarnir gerðu reyndar nokkurn veginn samtímis aðra stórmerka uppgötvun, þegar þeir fundu tvær kistur, um 4.000 ára gamlar, málaðar ljósum, appelsínugulum litbrigðum og skreyttar bláum híróglífum. Í kistunum hvíldu tvær ósnortnar múmíur, sem af áletruninni að dæma eru lík prestsins Sobek Hat og konu hans.

Subtitle:
Ríkulega búin gröf fundin við elsta pýramída Egyptalands í Memphis
Old ID:
469
306
(Visited 4 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.