Náttúran

5 fyrirbæri sem þróunin gleymdi

Líkami þinn er fullur af drasli sem þróunin hefur gleymt að henda út. Leifar af aukapari af augnlokum og vöðvar til að stýra veiðihárum eru meðal þeirra fyrirbæra sem við höfum enn, þrátt fyrir að þeir gegni ekki lengur neinu hlutverki.

BIRT: 06/02/2024

 

Allt er í stöðugri þróun og allt tekur breytingum – líka við mennirnir. Nýir eiginleikar koma fram og aðrir verða óþarfir. Þegar ekki er lengur þörf á líffæri, vöðva eða sinum hverfur það smám saman.

 

Ef orkusparnaðurinn við að losna við óþarfa eiginleika er mikill, hverfur hann fljótt. Ef sparnaðurinn er hins vegar ekki mikill,  getur breytingin verið mun hægari og jafnvel tekið milljónir ára. sem segir okkur að við erum bara örlítið sekúndubrot  í langri sögu lífsins.

 

1. Auka augnlok hreinsuðu augasteininn 

 

Hjá aðallega fuglum, fiskum og skriðdýrum hafa margar tegundir auka par af augnlokum til að verja og hreinsa augasteininn. Augnlok þessi sem kallast blikhimnur, eru hálfgagnsæ og þeim er rennt eldskjótt yfir augað.

 

Blikhimnuna er einnig að finna hjá sumum spendýrum, t.d. köttum, kameldýrum og ísbjörnum en blikhimnan er afar fágæt meðal prímata. Við höfum þó ennþá leifarnar af blikhimnu í formi lítillar himnu sem nefnist plica semilunaris sem situr í augnkróknum. Vísindamenn vita ekki hvers vegna blikhimnan varð óþörf hjá forfeðrum okkar. 

 

Varð óþörf fyrir 85 milljón árum! 

 

Um 90% okkar eru með plantaris-vöðvann en við notum hann nær ekkert. 

2. Beinvöðvi greip um greinarnar 

 

Svokallaður plantaris vöðvi sem liggur á bak við hnéð er varla nokkuð notaður hjá mönnum. Hann hjálpar lítillega við að hreyfa hné- og ökklaliði en er ekki nauðsynlegur.

 

Sinin sem tengir vöðvann við ökklaliðinn er sú lengsta í líkamanum og skurðlæknar flytja oft hluta af henni, þurfi sjúklingur sin annars staðar í líkamanum. Fyrir forfeður okkar sem klifruðu í trjám var vöðvinn mikilvægur og er ennþá hjá mörgum öpum, því hann getur sveigt fótinn saman og til að ná betra gripi um greinar.

 

Hjá mönnum er hann við það að hverfa. Tíundi hluti okkar fæðist án plantaris vöðva. 

 

Varð óþarfur fyrir 5 milljón árum! 

 

Við erum með vöðva til að hreyfa eyrun en það geta ekki allir stjórnað þeim. 

3. Eyrað hreyfðist í átt að hljóði 

 

Við erum öll með litla vöðva sem nefnast auriculares í kringum eyrun sem við höfum engin not fyrir. En fyrir fjarlæga forfeður voru þeir mikilvægir og eru enn til staðar hjá fjölmörgum spendýrum. Kanína getur t.d. snúið eyrum sínum í allar áttir, hvoru óháð hinu, svo hún geti betur numið nákvæmlega hvaðan hljóðin berast.

 

Þetta er mikilvæg vörn gegn óvinum til þess að geta flúið skjótt undan þeim. Kettir nota sömu eiginleika til að ráða í hvar bráðin leynist. Hjá okkur má ennþá hreyfa lítillega við vöðvanum, t.d. þegar við heyrum óvænt hljóð á bak við okkur en það eru fáeinir sem geta státað af því að geta hreyft eyrun svo einhverju nemur. 

 

Varð óþarft fyrir 30 milljón árum! 

 

Nýfædd börn manna hafa, rétt eins og apaungar, öflugt gripviðbragð í höndum og fótum. 

4. Gripviðbragð bjargaði lífinu. 

 

Nýfædd börn eru viðkvæm og hjálparlaus og vöðvar þeirra eiga eftir að þroskast en þau hafa samt furðu sterkt grip sem maður greinir þegar þau grípa um fingur manns. Viðbragðið er svo sterkt að ungabarn getur borið sína eigin þyngd og það hverfur fyrst þegar barnið er 4 – 6 mánaða gamalt.

 

Núna er gripviðbragðið óþarft hjá okkur en hjá mörgum apategundum skiptir það sköpum fyrir afkomu ungviðis.

 

Viðbragðið veitir fast tak í pelsi móðurinnar þannig að unginn sé alltaf með henni í för. Sé unginn yfirgefinn er hann auðveld bráð, ekki bara fyrir framandi rándýr heldur mögulega einnig fyrir aðra meðlimi hópsins sem gætu drepið hann. 

 

Varð óþarft fyrir fjórum milljónum ára! 

 

Manneskjur hafa misst veiðihárin en ekki þá vöðva sem hreyfðu þau.

Veiðihár veittu sjötta skilningarvitið


Manneskjan er meðal fárra spendýra sem eru ekki með veiðihár. Næstum allar aðrar tegundir, allt frá músum til hvala, hafa þessi sterku og þykku hár með djúpar rætur sem veita auka skilningarvit. Veiðihárin eru lífsnauðsynleg fyrir dýrið – þegar t.d. selir eru ekki færir um að sjá eða finna lykt hjálpa veiðihárin þeim við að fanga fiska.

 

Í kringum rótina á veiðihárunum eru hundruðir taugafrumna sem nema hreyfingar hársins og hjá sumum tegundum eru einnig litlir vöðvar við ræturnar sem geta hreyft hárin. Það átti m.a. við okkar forfeður.

 

Rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir að við höfum ekki lengur veiðihár er um þriðjungur okkar ennþá með litla vöðva undir húðinni milli efri varar og nefs. 


Varð óþarft fyrir 1 milljón ára!

 

LESTU EINNIG

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

5

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

6

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is