Skrifað af Líffræði Náttúran

Bakteríur í gullgerð

Líffræði

Það hefur lengi verið ráðgáta, hvernig þau örsmáu gullkorn sem finnast í jarðvegi og árfarvegum, eru tilkomin. Nú telja jarðfræðingar við ástralska stofnun, sem heitir því langa nafni “Cooperative Research Center for Landscape Environments and Mineral Exploration”, sig hafa fundið ummerki þess að gullkornin gætu verið komin úr bakteríum.

Á gullkornunum fundu vísindamennirnir örþunnt lag af bakteríum sem eru þolnar gagnvart þungmálmum og sem ekki er að finna í jarðveginum í kring. Gerðar voru allmargar tilraunir þar sem bakteríurnar voru settar í eitraða gullklóríðsupplausn (AuCI4) og í öllum tilvikum umbreyttu þær eitrinu og skiluðu frá sér gulli sem aukaafurð.

Af þessum sökum telja menn nú að þessar þolnu bakteríur myndi gullkorn úr gulli sem uppleyst er í vatni á svipaðan hátt og kóraldýr mynda kóralrif úr kalki í sjónum.

Subtitle:
Old ID:
389
234
(Visited 5 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019