Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Eru fleiri rauð blóm í heitum löndum?

Litur blóms er aldrei tilviljanakenndur, heldur nákvæmlega aðlagaður þeim dýrum sem annast frjóvgunina. Þetta er reyndar eina ástæðan fyrir litskrúði blómanna. Um 80% allra plantna láta dýr annast frjóvgun, langoftast skordýr, en kólibrífuglar og leðurblökur koma líka við sögu og jafnvel sandeðlur.

Þótt flest þessara dýra geti lært að heimsækja blóm í öðrum litum, beinir eðlisávísunin þeim að ákveðnum lit. Mjög almennt má t.d. segja að flugur sæki í gul blóm, kólibrífuglar vilji fremur rauð, hunangsflugur leiti uppi blá blóm en leðurblökur þau hvítu.

Á ákveðnu landsvæði verður ákveðinn litur blóma mest áberandi – í samræmi við dýralíf á svæðinu. Og þetta tvennt hefur aðlagast hvort öðru með þróun.
Það væri fullmikil alhæfing að segja að flest rauð blóm sé að finna í suðlægum löndum, en á hinn bóginn er meira um vindfrjóvgaðar plöntur á norðurslóðum og þær hafa ekki þörf fyrir litskrúðug blóm. Fuglar og býflugur sem vilja sjá litrík blóm verða algengari þegar sunnar dregur. Hvort tveggja getur valdið því að jurtir í suðlægum löndum hafi meiri þörf fyrir liti en á hinum svalari norðurslóðum.

Subtitle:
Er það rétt að í suðlægum löndum séu fleiri blóm en í löndum sem liggja norðar?
Old ID:
831
648
(Visited 11 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This