Skrifað af Líffræði Náttúran

Geta bakteríur veikst?

Bakteríur geta vissulega veikst. Rétt eins og hjá mannfólkinu getur t.d. streita eða stökkbreytingar í genum valdið veikindum. Hátt hitastig veldur bakteríunum streitu og getur í versta falli dregið þær til dauða. Þetta nýtum við okkur þegar við sjóðum t.d. óhreina klúta eða þegar skurðlækningatæki eru sótthreinsuð með suðu.

En verði hitastigið ekki allt of hátt geta sumar bakteríur lifað af með því að mynda sérstök prótín sem koma í veg fyrir að önnur prótín bakteríunnar eyðileggist af völdum hitans. Þær bakteríur sem eiga auðveldast með að mynda þessi prótín lifa af og erfðavísar þeirra ganga áfram til næstu kynslóða.

Bakteríur geta líka orðið fyrir veirusýkingum, rétt eins og við veikjumst af inflúensu. Svonefndar gerilætur eru veirur sem nota bakteríur til að fjölga sér. Inni í bakteríunni nær veiran að fjölga sér svo margoft að bakterían springur að lokum og nýju veirurnar komast þannig út og dreifa sér. Gerilætur skapa ekki aðeins bakteríunum vanda, heldur einnig matvælaiðnaðinum þar sem bakteríur (gerlar) eru notaðar bæði við osta- og brauðgerð. Af þessum sökum fást vísindamenn við að finna veirubóluefni fyrir bakteríur. Á hinn bóginn reyna svo aðrir vísindamenn að finna leiðir til að beita veirum gegn lyfjaþolnum bakteríum.

Subtitle:
Menn og dýr veikjast stundum, en hvernig er þessu háttað hjá bakteríum? Geta þær veikst?
Old ID:
712
540
(Visited 10 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019