Skrifað af Dýr og plöntur Fólkið á jörðinni Menning og saga Náttúran

Hermenn skutu fíl með tannpínu

Fíllinn tók peningana mína og lét mig hafa þá aftur, hann tók af mér hattinn, opnaði fyrir mig dyr og kom svo kurteislega fram að ég vildi óska að ég hefði hann fyrir þjón.“ Þannig lýsti Byron lávarður kynnum sínum af fílnum Chunee í London 1813.

Þessi sviðsvani karlfíll var aðalstjarna í fjölleikahúsi og yfirveguð og vinaleg framkoma hans ásamt greindarlegu atferli, varð þess valdandi að hann varð uppáhald allra áhorfenda. En þetta átti eftir að breytast. Á venjulegum sunnudagsgöngutúr meðfram ánni Thames, trylltist fíllinn skyndilega og varð einum gæslumanna sinna að bana. Næstu daga varð hann æ óútreiknanlegri og ofbeldishneigðari, mögulega vegna tannpínu í annarri skögultönninni og e.t.v. líka árlegs hormónaflæðis á fengitíð.

Forsvarsmenn sirkussins óttuðust að Chunee myndi brjótast út úr búrinu og komust að þeirri niðurstöðu af of hættulegt væri að halda honum. Fyrst reyndi einn gæslumannanna að gefa honum eitrað fóður, en fíllinn leit ekki við mat. Á endanum voru hermenn kallaðir til og látnir skjóta hann með framhlaðningum. En þykkhúðungurinn féll ekki auðveldlega. Chunee var enn á lífi eftir 152 skot. Það var ekki fyrr en gæslumanni tókst að bora sverði inn í skrokkinn, sem Chunee féll dauður niður í blóðpollinn.

Subtitle:
Old ID:
1058
875
(Visited 18 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.