Skrifað af Náttúran Tækni Veður og veðrátta

Hvað er urðarmáni?

Urðarmáni eða hnattelding tilheyrir óleystum ráðgátum í veðurfræði og eðlisfræði. Enn hefur mönnum ekki tekist að framkalla slíkt fyrirbrigði í rannsóknastofum og því ríkir nokkur vafi á hvort það sé í raun og veru til. Kenningalistinn er þó langur og skýringar sóttar í allt frá fiseindum til lítilla svarthola.

Á sögulegum tíma hafa alla tíð verið til frásagnir af ljóskúlum sem skyndilega birtast á himni, oftast í sambandi við þrumuveður. Kúlurnar virðast hreyfast óháð þyngdarkraftinum, ýmist svífandi á hægum hraða eða auka hraðann mjög skyndilega. Margir sem séð hafa urðarmána segja fyrirbrigðið geta farið gegnum glugga eða niður um reykháfa.

Enginn vafi leikur á að slíkar eldingar séu hættulegar. Margir eru sagðir hafa látið lífið og frásagnir eru líka til um alvarlegan bruna. Lýsingar eru misjafnar varðandi lit og hreyfingu, en eiga það flestar sameiginlegt að brennisteinslykt hafi fylgt í kjölfarið eftir að slík eldingarkúla hefur svifið á braut eða sprungið með háum hvelli.

Subtitle:
Einstöku sinnum heyrir maður getið um urðarmána. En hvaða fyrirbrigði er þetta?
Old ID:
1176
994
(Visited 37 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.