Hvernig þola tré mjög harkalegt frost?

Tré og plöntur á svæðum þar sem vetrarkuldi er mikill, standast kuldann vel, þó reyndar því aðeins að þeim gefist tóm til að búa sig smám saman undir veturinn, eins og oftast er raunin á haustin.

 

Meðal allra harðgerðustu trjánna er norðlægt Síberíulerki sem þolir allt að 70 stiga frost yfir veturinn. Eins og öll önnur tré, myndi þetta lerki þó drepast af skyndilegu kuldakasti um mitt sumar, enda leggur tréð allar frostvarnir sínar til hliðar á vorin.

 

Það er ekki frostið sjálft sem er plöntum til vandræða, heldur ískristallarnir sem myndast í vökvafylltum frumum.

 

Plöntur lækka þess vegna frostmark frumuvökvans með framleiðslu sérstakra prótína. Tré á borð við eik, álm, hlyn og ask geta meira að segja þolað ofurkælingu með því að framleiða frumuvökva sem er þannig gerður að ískristallar ná ekki að myndast.

 

Með þessum hætti þola tré allt niður í 40 stiga frost.

 

En þar sem vetrarfrostið bítur enn harkalegar, nýta t.d. sum lerkitré sér aðra tækni til að lifa af. Þau tæma þá allan vökva úr lifandi frumum og þorna alveg upp þegar frostið verður sem mest.

 

Ískristallar myndast þá aðeins þar í trénu sem engar lifandi frumur er að finna og þeir valda þar af leiðandi engum skaða.

 
 
(Visited 76 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR