Sérkennileg sædýr við suðurskautið

Líffræði

Ástralskir líffræðingar eru nú komnir úr leiðangri þar sem þeir fundu mörg sérkennileg og í sumum tilvikum stórvaxin dýr á sjávarbotni við Suðurskautslandið. Á 1.500 metra dýpi rákust þeir m.a. á sæköngulær á stærð við matardiska. Ein merkilegasta lífveran var áður óþekkt tegund svonefndra konupunga, sem helst líkist glerblómi.

Stærðin er reyndar þekkt fyrirbrigði við Suðurskautslandið. Hér hafa dýr t.d. oft mjög stór augu til að nýta lítið ljósmagn í djúpinu og útlit þeirra verður fyrir bragðið afar sérstætt. Margar þeirra lífvera sem vísindamennirnir fundu gætu verið áður óþekktar, en þær er nú verið að greina á rannsóknastofum.

Subtitle:
Old ID:
651
486
(Visited 22 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.