Nýr skanni tekur þrívíddarmyndir af tönnum

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Ný þrívíddartækni mun á næstunni gera bæði auðveldara og fljótlegra að smíða gervitennur sem passa nákvæmlega rétt, segja vísindamenn við þýsku Fraunhaufer-stofnunina í Jena.

 

Nú er smíði gervitanna mikil þolinmæðisvinna. Til þess þarf að gera bitþrykk af kjálkunum og síðan bæði gifs- og vaxafsteypu af tönnunum sem svo þarf að prófa í munni sjúklingsins. Með nýju þrívíddartækninni verður vinnan mun auðveldari. Ljósskanna er stungið upp í munn sjúklingsins og með háhraðamyndatöku – ein mynd á 200 millisekúndum – er unnt að ná nákvæmum myndum af hverri einustu tönn á svæðinu frá mismunandi sjónarhornum, þannig að nákvæm þrívíddarmynd næst bæði af yfirborði og lögun tannarinnar.

 

Það tekur aðeins örskotsstund að skanna hverja tönn og að því loknu getur tannlæknirinn skoðað fullkomna þrívíddarmynd af tönninni og umhverfi hennar í kjálkanum í sérstöku tölvuforriti. Þessar upplýsingar má svo flytja áfram í sérstaka vél sem smíðar hárnákvæma eftirlíkingu af tönninni.

 

Eini gallinn er sá að sjúklingurinn þarf að vera alveg grafkyrr meðan á skönnuninni stendur. Annars geta myndirnar orðið ónákvæmar. Fyrstu tilraunir sýna þó að myndahraðinn dragi mjög úr líkum á vandamálum.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.