Lifandi Saga

Sigurhátíð við Saxelfur: Þýskaland höggvið í tvennt

Í sögunni er 25. apríl 1945 minnst sem Saxelfudagsins, enda mættust herir bandamanna úr austri og vestri við ána Saxelfur þennan dag. Hvorugir voru þó viðbúnir hinum og Rússar hófu skothríð á Bandaríkjamennina. Þessi skot mætti kalla hin fyrstu í kalda stríðinu.

BIRT: 04/07/2023

Ljósmyndinni af Churchill, Roosevelt og Stalín á Jaltaráðstefnunni í febrúar 1945 var umfram allt ætlað að geisla af sér ákveðni en í rauninni er þetta bara mynd af þremur eldri mönnum í þægilegum stólum.

 

Á þessari mynd er ekki að finna neitt af þeirri dramatík sem einkenndi margar ljósmyndir af afgerandi atburðum í stríðinu, svo sem frá Torgau í Þýskalandi þar sem bandarískar og rússneskar hersveitir mættust fyrst.

 

Engu að síður er þessi mynd ein sú frægasta frá tíma seinni heimsstyrjaldar vegna þess valds sem hún sýnir á táknrænan hátt. Árið 1945 voru það þessir þrír menn sem höfðu í höndum sér valdið til að móta heiminn.

 

Og það var reyndar einmitt það sem þeir gerðu á ráðstefnunni í gömlu keisarahöllinni í Jalta á Krímskaga.

 

Á dagskránni var uppgjörið við Japan en þessir þrír menn deildu líka um Pólland sem Bretar höfðu ætlað að verja og gengið svo langt að lýsa yfir stríði en var nú óumdeilanlega undir hæl Stalíns. En fyrst og fremst hugðust þessir „þrír stóru“ þó ákvarða framtíð Þýskalands.

„Hversu tómar hljóta höfuðskeljar þessara þriggja trúða að vera?”

Joseph Göbbels um Churchill, Stalín og Roosevelt.

Göbbels hæðist að Jalta ráðstefnunni

Sumar af þeim meginlínum sem dregnar voru upp í Jalta, voru ekkert leyndarmál. Þvert á móti voru þær opinberaðar í sameiginlegri yfirlýsingu 11. febrúar 1945.

 

„Það er staðfastur vilji okkar að þurrka út þýskt hernaðarbrölt og þýskan nasisma og tryggja að Þýskaland komist aldrei framar í aðstöðu til að rjúfa heimsfriðinn.“ Þessu var slegið alveg föstu í yfirlýsingunni.

 

Og í þeim tilgangi vildu hinir væntanlegu sigurherrar leysa upp þýska ríkið og þýska herinn.Þeir hugðust einnig loka eða taka í sínar hendur þá hluta iðnaðarins sem nýta mátti í hernaðartilgangi.

 

Til viðbótar átti svo hið sundurtætta Þýskaland að bæta allan þann skaða sem hafði hlotist af stríðinu. Þessu átti að framfylgja með því að skipta landinu í yfirráðasvæði.

 

Frakkar áttu líka að fá sneið af kökunni og Pólverjum var lofað vænni sneið austan af Þýskalandi til varanlegrar eignar.

 

Meðal þeirra sem lásu yfirlýsinguna var þýski áróðursráðherrann, Göbbels sem gerði nokkuð biturlegar athugasemdir. „Hversu tómar hljóta höfuðskeljar þessara þriggja trúða að vera – alla vega tveggja?“ spurði hann háðslega.

 

Þessi orð birtust í grein sem hann skrifaði undir fyrirsögninni „Árið 2000“, þar sem hann dró upp napurlega framtíðarmynd eftir að Þýskaland hefði tapað styrjöldinni.

 

„Sá þriðji, Stalín, hefur þó sett sér miklu stærri markmið en félagar hans tveir en þær fyrirætlanir vill hann alls ekki gera opinberar,“ spáði Göbbels.

 

Hann sá fyrir sér hvernig einangrunarhyggja Bandaríkjanna, eins og hún var fyrir stríð og sovésk útþenslustefna myndu raska jafnvæginu milli þessara þriggja stórvelda þannig að Evrópa yrði að endingu komin upp á náð og miskunn Stalíns.

 

Yfirlýsingin var þó í rauninni einskis virði, sagði Göbbels í grein sinni, því Þýskaland myndi ekki tapa stríðinu. Í raunheiminum, utan skrifstofuveggja áróðursmeistarans, nálgaðist ósigur Þjóðverja hins vegar mjög hratt.

 

Dwight D. Eisenhower, bandaríski yfirhershöfðinginn og yfirmaður herafla vesturveldanna, var þegar kominn að Rínarfljóti.

 

Til að stöðva framrásina höfðu Þjóðverjar sprengt allar brýr yfir fljótið – nema eina.

 

Churchill vill fá að taka Berlín

Það var einungis vegna margra óhappatilviljana sem brúin við Remagen, skammt frá Bonn, hafði ekki verið eyðilögð: Þjóðverjar höfðu fyrir alllöngu komið fyrir sprengihleðslum en vegna flókins skrifræðis barst skipun um að sprengja ekki á leiðarenda fyrr en mjög seint.

 

Þegar til átti að taka virkaði fjarhvellhettan ekki og einn hermaður var látinn hlaupa sikksakkhlaup til að forðast kúlnahríð Bandaríkjamanna og kveikja handvirkt í sprengihleðslunum.

 

Sprengingin þeytti upp miklum reykjarmekki en þegar honum létti, sáu bæði Þjóðverjar og Bandaríkjamenn að stóru stálbogarnir stóðu óskaddaðir. Sprengiefnið hafði hreinlega ekki verið í þeim gæðaflokki sem til þurfti.

 

Áður en hægt var að sprengja fleiri sprengjur hlupu bandarískir hermenn til og klipptu á kveikiþræðina. Brúin var þar með í þeirra höndum og það breytti engu þótt Hitler missti stjórn á sér af reiði og léti taka æðsta yfirmann hersveitanna við Remagen af lífi.

 

Nú þurfti Eisenhower ekki annað en að leggja undir sig þann hluta Þýskalands sem Bandaríkjamenn áttu að fá í sinn hlut samkvæmt Jaltasamkomulaginu. Þann 28. mars tilkynnti hann Rauða hernum að hann hygðist sækja til austurs að fljótinu Saxelfum og þaðan héldu hermenn hans síðan til suðurs og norðurs.

 

Eisenhower leit á þetta símskeyti sitt (með skrásetningarnúmerinu SCAF-252) sem hefðbundna samhæfingu milli bandalagsherja en Winston Churchill varð æfur.

 

Breski forsætisráðherrann vildi verða fyrstur til Berlínar, jafnvel þótt höfuðborgin væri í hinum sovéska hluta landsins samkvæmt Jaltasamningnum.

 

Slíkur sigur var Churchill mikilvægur því hann hugðist nýta hann til að þrýsta á Stalín sem nú var í þann veginn að smokra sér undan loforðinu um endurreisn lýðræðis í Póllandi. „Berlín er einvörðungu pólitískt markmið, ekki hernaðarlegt,“ sagði Eisenhower.

 

Hann leit á hernað og stjórnmál sem algerlega aðskilin fyrirbrigði og taldi alls ekki mega rugla þessu tvennu saman. Churchill varð að beygja sig enda var það orðið alveg skýrt árið 1945 að í samskiptum Breta og hinna voldugu Bandaríkjamanna voru Bretar litli bróðirinn.

Churchill, Roosevelt og Stalín gengu undir heitinu „Hinir þrír stóru“.

Þýskaland skyldi aldrei rísa á ný

Hinir „þrír stóru“ – Churchill, Stalín og Roosevelt – héldu vikulanga ráðstefnu í gömlu rússnesku keisarahöllinni við Jalta á Krímskaga í byrjun febrúar 1945.

 

Þar sömdu þeir um skiptingu yfirráðasvæða eftir lok styrjaldarinnar. Þessir þrír menn höfðu afar mismunandi skoðanir: Churchill grunaði Stalín um að ætla að leggja undir sig alla Evrópu og hann reyndi að fá stuðning Roosevelts sem á hinn bóginn lagði höfuðáherslu á stofnun Sameinuðu þjóðanna sem áttu að skapa frið milli allra þjóða.

 

Til þess þurfti Roosevelt þó stuðning Rússa og lét því undan kröfum Stalíns sem vildi tryggja yfirráð yfir Austur-Evrópu.

 

Niðurstöðurnar

 

 • Eftir stríðið skyldi Þýskaland hersetið og afvopnað og íbúunum þurfti að snúa örugglega frá fylgi við nasista.

 

 • Alþjóðlegur dómstóll skyldi rétta yfir þýskum stríðsglæpamönnum.

 

 • Þjóðverjar áttu að greiða stríðsskaðabætur.

 

 • Þjóðverjar skyldu afhenda Sovétmönnum héraðið Austur-Prússland.

 

 • Pólverjar skyldu afsala sér austurhéruðunum til Sovétmanna en fá í staðinn landsvæði austan af Þýskalandi.

 

 • Sovétríkin skuldbundu sig til að lýsa yfir stríði á hendur Japönum.

Teygðu sig eftir Berlín

Framrás bandarísku herjanna í Þýskalandi var mjög hröð. Á sléttu og opnu landi mættu skriðdrekasveitirnar takmarkaðri mótspyrnu Þjóðverja og eftir ótrúlega skamman tíma náðu fyrstu bandarísku hermennirnir að vesturbakka Saxelfa þann 11. apríl.

 

Hershöfðinginn William Simpson var uppfullur af sigurvilja þegar hann sendi hermenn yfir ána til að tryggja tvær brýr.

 

„Við höfðum verið fyrstir yfir Rín og nú vildum við vera fyrstir til Berlínar,“ skrifaði hann í endurminningum sínum. „Við hugsuðum bara um eitt, að taka Berlín, ná í gegn og til Rússanna.“

 

Það voru ekki nema 80 kílómetrar til þýsku höfuðborgarinnar. Simpson hershöfðingi skipaði einni skriðdrekaherdeild og einni herdeild fótgönguliða að setja sig í viðbragðsstöðu.

 

Hann mat stöðuna svo að með hraðri framrás þyrfti það ekki að taka nema eina nótt að ná alla leið. En til þess þurfti hann leyfi ofan frá.

 

Þann 15. apríl bað Simpson um grænt ljós frá yfirmanni sínum, Omar Bradley sem bar erindið undir Eisenhower.

 

Fréttirnar frá Saxelfum settu Eisenhower í vanda. Hershöfðingjar hans gerðu ráð fyrir áframhaldandi sókn til austurs, enda vissu þeir ekkert um símskeyti SCAF-252.

 

Það voru aðeins Eisenhower og Bradley sem vissu að vesturherjunum var ekki ætlað að taka Berlín. Samkomulaginu um að láta Sovétmönnum eftir að taka Berlín hafði verið haldið leyndu til að draga ekki úr baráttugleði hermannanna.

„Ég er fullviss um að 9. herinn hefði getað tekið Berlín með tiltölulega litlu mannfalli.“

Simpson hershöfðingi

Niðurstaða Eisenhowers

Enn gat yfirhershöfðinginn skipt um skoðun og leyft skriðdrekasveitinni að sækja til norðurs. Eisenhower bað því Bradley að meta mögulegt mannfall í skyndisókn til Berlínar.

 

Hann fékk fremur ófrýnilega útreikninga til svars. Bradley áætlaði að skyndisóknin og þeir bardagar sem óhjákvæmilega biðu innan borgarmarkanna gætu kostað um 100.000 fallna og særða bandaríska hermenn.

 

„Nokkuð hátt verð að gjalda fyrir þessa upphefð,“ áleit Bradley, „sérstaklega með tilliti til þess að við þurfum svo að draga okkur til baka og afhenda öðrum borgina.“

 

Eisenhower ákvað að halda fast við fyrri ákvörðun sína: Herir vesturveldanna færu ekki til Berlínar. Bradley flutti Simpson þessi skilaboð sem ollu honum miklum vonbrigðum og hann hélt áfram að ergja sig yfir þeim alla ævi.

 

„Ég er fullviss um að 9. herinn hefði getað tekið Berlín með tiltölulega litlu mannfalli löngu áður en Rússarnir næðu til borgarinnar,“ skrifaði herforinginn.

 

Hann var aldrei í vafa um að útreikningar Bradleys væru rangir og sex árum síðar komst Omar Bradley reyndar sjálfur að sömu niðurstöðu.

 

„Á þessum tíma hefðum við sennilega getað komist til Berlínar,“ viðurkenndi hann í endurminningum sínum sem komu út 1951.

 

„Sem hermenn höfðum við fremur barnalega sýn á hæfni Breta til að flækja stríðsreksturinn með því að setja pólitísk markmið framar hinum hernaðarlegu.“

 

En ákvörðunin var tekin og hver hafði sitt hlutverk. Her Simpsons og aðrir herir Vesturveldanna urðu að láta sér nægja að grafa skotgrafir við Saxelfur jafnóðum og þeir unnu sig áfram meðfram fljótinu.

 

Þann 16. apríl, daginn eftir að Eisenhower ákvað endanlega að nema staðar við Saxelfur, hóf meira en milljón sovéskra hermanna árás á varnarmannvirki Þjóðverja við Oderfljót. Það var upphafið að sókn Stalíns til Berlínar.

BNA og Bretland tóku langmest

Herir Bandamanna tóku Þýskaland á sitt vald 1945. Bretar og Bandaríkjamenn tóku stærri hluta en um hafði verið samið við Stalín.

Biðstaða

23. janúar 1945:

Rauði herinn kemur upp brúarsporðum á vestubakka Oderfljóts, aðeins 70 km frá Berlín.

Eina brúin

7. mars:

Við Remagen ná Bandaríkjamenn síðustu brúnni yfir Rín og komast óhindraðir yfir fljótið.

Ruhr fellur

1. apríl:

Ruhrhérað er umkringt og 370.000 þýskir hermenn eru teknir til fanga.

Sókn

11. apríl:

Eftir leiftursókn ná fyrstu bandarísku sveitirnar til Saxelfa en fá ekki að halda áfram til Berlínar.

Beint til Berlínar

16. apríl:

Rauði herinn brýst gegnum varnirnar á Seelow-hæðadraginu við Oder. Það kostar mannfall en eftir það er leiðin greið til Berlínar.

„Elbudagurinn“

25. apríl:

Bandarískir og sovéskir hermenn hittast við Torgau.

BNA og Bretland tóku langmest

Herir Bandamanna tóku Þýskaland á sitt vald 1945. Bretar og Bandaríkjamenn tóku stærri hluta en um hafði verið samið við Stalín.

Biðstaða

23. janúar 1945: Rauði herinn kemur upp brúarsporðum á vestubakka Oderfljóts, aðeins 70 km frá Berlín.

Eina brúin

7. mars: Við Remagen ná Bandaríkjamenn síðustu brúnni yfir Rín og komast óhindraðir yfir fljótið.

Ruhr fellur

1. apríl: Ruhrhérað er umkringt og 370.000 þýskir hermenn eru teknir til fanga.

Sókn

11. apríl: Eftir leiftursókn ná fyrstu bandarísku sveitirnar til Saxelfa en fá ekki að halda áfram til Berlínar.

Beint til Berlínar

16. apríl: Rauði herinn brýst gegnum varnirnar á Seelow-hæðadraginu við Oder. Það kostar mannfall en eftir það er leiðin greið til Berlínar.

„Elbudagurinn“

25. apríl: Bandarískir og sovéskir hermenn hittast við Torgau.

Mættust við líkhrúgur

Tæpum tveimur vikum eftir að Simpson hershöfðingi náði til Saxelfa nálguðust aðrir bandarískir hermenn fljótið í um 130 km fjarlægð til suðausturs.

 

69. fótgönguliðsdeildin var komin drjúgan spöl fram úr öðrum herdeildum og þann 25. apríl voru könnunarsveitir sendar áfram til að athuga hvað væri framundan.

 

Albert Kotzebue lautinant var yfirmaður könnunarsveitar 26 manna í jeppum. Hvítir fánar héngu út úr gluggum húsa en hann sá hvergi fólk og þóttist vita hvers vegna.

 

Þýskur bæjarstjóri hafði sagt honum að Rússarnir væru skammt undan. Nú óttuðust Þjóðverjar á svæðinu að verða fórnarlömb rána, morða og nauðgana rússneskra hermanna.

 

Kotzebue nam staðar við býli þar sem hann fann bóndann, konu hans og börn við eldhúsborðið. Að þeim amaði ekkert annað en að þau voru öll látin eftir að hafa tekið inn eitur.

 

Könnunarsveitin hélt áfram að Saxelfum þar sem menn fundu lítinn bát. Nokkrir hermenn fóru í bátinn og reru honum yfir fljótið með byssuskeptunum.

 

Hinum megin reyndist mikið af líkum óbreyttra borgara á árbakkanum. Lík þýskra karlmanna, kvenna og barna lágu þarna innan um farangur sinn og hestvagna sem höfðu oltið.

 

Skömmu síðar kom sovésk könnunarsveit aðvífandi. Kotzebue bar höndina upp að hjálminum og allir aðrir gerðu eins. Síðan horfðu menn bara tortryggnir hverjir á aðra.

 

Aðstæður þarna buðu ekki upp á handabönd, faðmlög og klapp á bakið. Klukkan var 13.30 og austur og vestur höfðu loks mæst í miðju óvinalandi – við lítið þorp sem kallaðist Strehla.

Í Torgau héldu sovéskir og bandarískir hermenn hátíð – óafvitandi um fjandskapinn sem byggðist upp milli leiðtoga þeirra.

Lautinant skoðar sig um

Lautinant Kotzebue fór fyrir þeim Bandaríkjamönnum sem fyrstir hittu Rússana en þessi sögulega stund færði honum ekki frægð.

 

Þegar fyrirsagnir á borð við „Mættust við Saxelfur“ prýddu forsíður blaða á næstu dögum var annar lautinant í aðalhlutverki og á allt öðrum stað við þetta sama fljót. William D. Robertson veitti forystu könnunarsveitar í sama herfylki og Kotzebue.

 

Um klukkan tíu að morgni 25. apríl hóf hann könnunarferð um dreifbýlisvegi þar sem hann hugðist fá yfirsýn yfir þá ringulreið sem ríkti á þessum slóðum: Á öllum leiðum gengu uppgefnir þýskir hermenn, stríðsfangar sem hafði verið sleppt og erlendir nauðungarverkamenn.

 

Jeppinn, með lautinantinn og þrjá óbreytta hermenn innanborðs, var varla lagður af stað þegar fyrstu óvinahermennirnir birtust – allt frá stökum hermönnum á gömlum reiðhjólum upp í heilar herdeildir sem stauluðust vestur á bóginn með uppgjöf og vonleysi í augnaráðinu.

 

Robertson afvopnaði hermennina og rétti þeim pappírsmiða með texta sem þeir áttu að sýna við næstu bandarísku varðstöð. Engin tilraun var gerð til að ráðast á jeppann og í þorpum fengu Bandaríkjamennirnir vinsamlegar móttökur.

 

Um hádegisbilið hittu þeir fyrir hóp breskra stríðsfanga. Þeir kunnu frá því að segja að hópur af föngum og særðum Bandaríkjamönnum væri í bænum Torgau sem stóð alveg austur við Saxelfur.

 

Robertson gerði upptækt hvítt lak hjá þýskum borgara og hraðaði för sinni á jeppanum til austurs.

 

oedelaeggelser

Svo seint sem 27. mars 1945 náðu V2-eldflaugar til London og kostuðu meira en 100 mannslíf.

Churchill vildi nýtt stríð

„Aðgerð Óhugsandi“ var breska leyniheitið á mögulegu stríði gegn Stalín sem átti að hefja strax sumarið 1945. En eins og taflan sýnir var þetta einmitt „óhugsandi“.

 

Forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, skipaði herforingjaráði sínu vorið 1945 að leggja á ráðin um stríð við Sovétríkin.

 

Hann var reiður við Stalín fyrir að svíkja loforð sín um lýðræðislegar kosningar í Póllandi. Sex árum fyrr höfðu Bretar lýst stríði á hendur Þjóðverjum til að verja sjálfstæði Póllands.

 

Nú benti allt til að Pólland lenti undir járnhæl Stalíns.

 

Árás myndi enda í hrakförum

„Aðgerð Óhugsandi“ var heiti á hugsaðri árás Vesturveldanna á Sovétríkin 1. júlí 1945.

 

Áætlunin var gerð fyrir Churchill og gerði ráð fyrir að árásin kæmi Sovétmönnum í opna skjöldu.

 

Bretar og Bandaríkjamenn áttu að ráðast til atlögu og njóta liðsinnis pólska útlagahersins ásamt 10 herdeildum þýskra stríðsfanga.

 

En yfirburðir Sovéthersins voru svo afgerandi að herforingjarnir lögðust gegn áætluninni.

 

Vörn yrði vonlaus

Churchill lét hershöfðingjana einnig meta hvað gerast myndi eftir að Þýskaland hefði verið sigrað og Bandaríkin hefðu flutt heri sína burtu til að einbeita sér að Japönum.

 

Churchill óttaðist að þær aðstæður gætu freistað Stalíns til að ráðast á Vestur-Evrópu.

 

Hershöfðingjarnir töldu að Bretar yrðu þvingaðir til baka til Bretlandseyja og eftir það væru stórar sprengjuflugvélar eina von þeirra gegn Stalín.

Skutu á bandamenn

Þeir komust vandræðalaust til Torgau á jeppanum en Robertson heyrði skothríð í nágrenninu og í meiri fjarlægð drundi í fallbyssum. Þeir virtust vera að nálgast bardagasvæði.

 

Robertson velti fyrir sér hvernig hann gæti nálgast Rússana án þess að þeir félagarnir yrðu sallaðir niður án nokkurra vafninga. Hann bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa ekki tekið með sér bandarískan fána en ákvað síðan að hann yrði bara að búa til fána sjálfur.

 

Hermennirnir brutust inn í apótek þar sem þeir fundu rauða og bláa liti. Þeir lituðu lakið í flýti og með góðum vilja mátti nú sjá ákveðin líkindi með því og „Stars and Stripes“.

 

Robertson veifaði þessum fána frá turni Hartenfelshallar sem reis hátt á vesturbakka Saxelfa. Samtímis hrópaði hann „amerikanski“, „Russia“, „Amerika“ og „kamrat“.

 

Robertson hélt að hann væri að ná sambandi en það reyndist ekki svo. Skyndilega barst vélbyssuskothríð yfir fljótið og þegar kúlur skullu á veggjunum sannfærðist hann um að hann væri sjálfur skotmarkið.

 

Sprengikúla skriðdreka sem hæfði turninn undirstrikaði það rækilega. Lautinantinn hnipraði sig nú saman bak við þykkan múrinn og veifaði heimagerðum fána sínum í ákafa og vonaðist til að kúlurnar rifu hann ekki úr höndum sér.

 

En svo hætti skothríðin skyndilega og handan fljótsins var skotið upp grænu blysi: Merkið sem bandamenn áttu að nota þegar að því kæmi að þeir næðu saman.

 

En Robertson hafði því miður ekkert grænt blys til að svara og skothríðin hófst því fljótlega á ný.

Robertson lautinant brosti eins og einfeldningur og klappaði lófanum á hné Rússans.

Sviðsett fyrir ljósmynd

Það var rússneskur stríðsfangi sem varð Bandaríkjamönnunum til bjargar. Þeir höfðu fundið hann í Torgau og nú náðu þeir að útskýra fyrir honum á þýsku hvað hann ætti að kalla yfir fljótið.

 

Eftir fimm mínútur gat hann tilkynnt Robertson að menn ætluðu að koma yfir. Stríðsfanginn prílaði því næst af stað út á leifarnar af þeirri stálgrind sem áður hafði haldið uppi brú yfir fljótið.

 

Robertson elti og eftir nokkurt hik lagði Rússi af stað hinum megin frá og hægt og bítandi nálguðust þeir hvor annan.

 

Úti á miðri brú fór Robertson á fjóra fætur til að halda jafnvægi þegar Rússinn renndi sér til hans niður eftir stálstöng. Á þessu sögulega augnabliki hafði Robertson engin viðeigandi snjallyrði á takteinum.

 

Hann brosti bara eins og einfeldningur og klappaði lófanum á hné Rússans. Klukkan var fjögur síðdegis – bandarískur og sovéskur hermaður tókust í hendur í hinu sigraða Þýskalandi miðju.

 

Í Torgau var slegið upp hátíð þegar rússnesku hermennirnir drógu fram harmonikkurnar sínar. Heimsbyggðin fékk hins vegar aldrei fréttir af Kotzebue lautinant sem tveimur og hálfum tíma fyrr hafði hitt sovéska hermenn við mun ógeðfelldari aðstæður eftir fjöldamorð á þýskum borgurum.

 

Daginn eftir þurftu Robertson lautinant og Rússinn sem kom á móti honum, Aleksandr Silvasjko lautinant, að endurtaka príl sitt á brúarhenglunum til að hægt væri að taka myndir fyrir blöðin.

 

Myndirnar frá Torgau birtust um allan heim enda boðuðu þær óhjákvæmilegan ósigur Þjóðverja, jafnvel þótt barist væri í tvær vikur til viðbótar. Þýskaland hafði verið höggvið sundur í miðju og bandamenn gátu hrósað sigri.

 

Á þessum tíma voru þeir ekki margir sem – eins og Churchill – sáu fyrir að ný átök væru í burðarliðnum. Langflestir gerðu sér vonir um að framundan væru bjartir tímar og friðsæl sambúð allra þjóða heims.

 

Strax í júlí tapaði Churchill í þingkosningum í Bretlandi og það kom í hlut nýrrar stjórnar Verkamannaflokksins að kljást við Stalín. Heimurinn var á leið í alveg nýtt stríð – en að þessu sinni kalt.

Lestu meira um Torgau og hina þrjá stóru

Holbrook Bradley: War Correspondent: From D-Day to the Elbe, iUniverse, 2007

 

Diana Preston: Eight Days at Yalta, Atlantic Monthly Press, 2020

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ESBEN MØNSTER-KJÆR

© Imageselect, Shutterstock,© AKG-Images,© Getty Images,

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Náttúran

Hver er hæsta tala sem hefur fengið nafn?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

3

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

4

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

5

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

6

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

3

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Fimmta frumbragðtegundin, úmamí, er nýjasta, en ekki endilega sú síðasta, bragðtegundin á lista yfir frumbragðtegundir. Lesið greinina og öðlist nýja vitneskju um frumbragðtegundirnar fimm og bragðskyn okkar.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is