Fjórhjól með vél og hríðskotabyssu

Í lok 19. aldar var breski herinn enn mjög háður riddaraliðinu. En menn voru að byrja að átta sig á möguleikum vélknúinna farartækja. Á sýningu einni árið 1899 kynnti verkfræðingurinn F.R. Simms til sögunnar fjórhjól með hjálparvél og hríðskotabyssu. Skyttan átti að sitja í skjóli aftan við mikinn járnskjöld.

Eldsneytisgeymirinn dugði til 190 km aksturs, en fjórhjólið sló þó aldrei í gegn. Simms missti ekki móðinn og 1902 hafði hann smíðað fyrsta skriðdreka sögunnar – með bæði vélbyssum og fallbyssu.

Subtitle:
Old ID:
780
598
(Visited 24 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.