Gerviauga með myndavél

Þegar Rob Spence var 13 ára eyðilagðist annað auga hans í byssuslysi. Núna, 32 árum síðar, vinnur hann að því að finna auganu verðugan arftaka og virðist raunar hafa tekist það.

Þessi Kanadamaður starfar við kvikmyndagerð og það varð honum hvatning til að taka afgerandi ákvörðun. Ásamt fjölda sérfræðinga og myndavélaframleiðandanum OmniVision er hann nú að þróa gerviauga með innbyggðri myndavél, sem óneitanlega er mikið tækniafrek.

Myndavélin þarf að komast fyrir í gerviauganu og mynda þannig nákvæmlega það sem Rob Spence horfir á – nokkuð sem vafalaust mætti kalla draumsýn margra kvikmyndagerðarmanna.

Rafhlöðuknúið gerviaugað sendir upptökuna þráðlaust í móttökutæki í beltinu og þaðan berst hún inn á harðan disk í bakbokanum.

Subtitle:
Old ID:
1156
974
(Visited 19 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.