Kafbátur knúinn með sólarorku

Tækni Vísindamenn við Renselaer Polytechnic-stofnunina í Bandaríkjunum hafa þróað fyrsta kafbátinn sem knúinn er sólarorku. Þessi ómannaði farkostur getur verið lengi til sjós, vegna þess að hann er búinn sólföngurum og getur þannig endurhlaðið rafhlöðurnar þegar hann liggur í yfirborðinu.

Þessi nýja uppfinning vegur 170 kg og á m.a. að vakta vistkerfið í fljótum. Kafbáturinn getur hvort heldur unnið einn eða margir saman í hóp og þannig má t.d. skapa þrívíða mynd af súrefnismagni í fljóti eða stöðuvatni.

Bandaríski flotinn hefur sýnt áhuga á þessum kafbáti sem kemst niður á 500 metra dýpi og getur farið á 3 km hraða. Nú stendur til að athuga hvort unnt sé að nýta hann til vöktunar með ströndum fram.

(Visited 44 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR