Límband sýgur sig fast eins og könguló

Tækni

Hópur þýskra og bandarískra vísindamanna við Max-Planck-stofnunina í Stuttgart hefur þróað límlaust „límband“ sem festir sig við undirlagið með sama hætti og köngulær og skordýr, sem sé með smásæjum hárum.

Eftir rannsóknir á fótum 600 liðdýra völdu vísindamennirnir aðferð köngulóa og skordýra sem nota smásæ hár á fótunum til að hlaupa um lóðrétta veggi. Hárin sjúga sig föst við undirlagið án þess að þurfa til þess neinn vökva. Nýja límbandið er gert úr plastefninu polyvinylsiloxan og er með samskonar smásæjum hárum. Ekki þarf nema fimm fersentimetra af límbandinu til að halda 5 kg þunga á sléttum vegg. Límbandið má endurnýta þúsund sinnum, þar eð það er ekki viðkvæmt fyrir ryki, sem einfaldlega sest milli háranna. En verði það skítugt, má einfaldlega þvo það í sápuvatni.

Subtitle:
Old ID:
603
443
(Visited 24 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.