Röntgen afhjúpar ósýnilegt fornaldarletur

Tækni

Nú hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla þróað tækni sem fær þessa horfnu bókstafi til að skína. Smásæjar járnleifar úr meitli leturhöggvarans og blýi í litnum sem notaður var til að mála letrið, sitja enn á steininum. Þegar svonefndu röntgenflúorljósi er beint að þeim, taka þær að skína. Steinninn sjálfur lýsir líka í þessu ljósi en áhrifin á hann eru þó ekki hin sömu og því má vel greina mynstur sem sýnir nokkuð nákvæmlega hvernig stafirnir litu út.

Subtitle:
Eftir veðrun þúsunda ára getur letur meitlað í stein slitnað svo að það verði alveg ósýnilegt. Margar grískar og latneskar áletranir á Miðjarðarhafssvæðinu eru þannig orðnar ólæsilegar.
Old ID:
382
230
(Visited 20 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.