Skrifað af Orka og faratæki Tækni

Tröllvaxið skip byggt úr timburfjölum

Eftir fyrri heimsstyrjöld áttu finnskar og sænskar sögunarmyllur gríðarlegar birgðir af tilsöguðu timbri og samtímis var beinlínis æpt á byggingarefni um alla Evrópu. Mörg stór flutningaskip höfðu endað ævidaga sína í stríðinu og því ekkert áhlaupaverk að koma timbrinu til kaupenda.

Sumarið 1918 hófust 80 menn í landamærahéruðum Svíþjóðar og Finnlands handa við að byggja flutningapramma úr niðursöguðu timbri. Þetta fljótandi skrímsli fékk nafnið Refanut og og varð á endanum 111 metra langt og 15 metra breitt. Um haustið var skipið tilbúið. Yfirbyggingin á dekkinu rúmaði þrjá menn, en tveir gufuknúnir dráttarbátar drógu skipið suður eftir Eystrasalti.

Förinni var heitið til Englands en þegar komið var til Kaupmannahafnar lentu menn í erfiðleikum og skipið strandaði. Danski timburkaupmaðurinn og byggingajöfurinn Harald Simonsen sá hér strax upplagt viðskiptatækifæri og keypti skipið í heilu lagi.

Subtitle:
Old ID:
1024
841
(Visited 20 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.