Hvers vegna misstu mennirnir feld sinn?

Maðurinn er eini meðlimur í ættbálki okkar, prímötum, sem ekki er þakinn feldi. Þannig hefur þessu þó ekki ætíð verið háttað. Sem dæmi má nefna að gæsahúð er leifar frá því þegar við vorum loðin. Feldurinn veitir einangrun gegn kulda og vörn gagnvart raka, höggum, áverkum og útfjólubláum geislum sólar. Hvernig skyldi þá standa á því að forfeður misstu þennan snilldarlega útbúnað sem tekið hafði milljónir ára að þróa? Lifðum við upprunalega í vatni og hefti feldurinn sundgetu okkar? Er hugsanlegt að feldurinn hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir afkastamiklu kælikerfi okkar, sem ruddi brautina fyrir þróun hitanæmasta líffærisins, þ.e. heilans? Enginn skortur hefur verið á kenningum en nú hallast vísindamenn helst að því að nekt okkar sé þannig til komin að hún gerir okkur betur til þess fallin að standa af okkur árásir sníkjudýra.

Hvað er greind?

Hvers vegna eru sumir greindari en aðrir? Á síðustu árum hafa heilasérfræðingar öðlast mikla þekkingu um hvernig heilinn vinnur við að leysa tiltekin verkefni, en þeir vita samt ekki í raun hvað greind er. Ný rannsókn varpar þó ljósi á þýðingu genanna fyrir andlega getu okkar og hvar greindin eigi sér samastað í heilanum.

Lónið hverfur á þremur dögum!

Merzbacher lónið í Tien Shan fjöllunum í Kirgistan myndast úr leysingavatni. Á hverju sumri hverfur vatnið á innan við þremur sólarhringum. Vísindamenn fýsir að komast að raun um hvað veldur.

220 milljón ár – og enn í toppformi

Krókódílarnir hafa lifað af risaeðlur, árekstra loftsteina og ótal loftslagsbreytingar. Þessar lífseigu skepnur hafa í tímans rás komið fram í formum sem fá okkur til að sperra upp augun: Frá ægilegum skrímslakrókódílum sem gátu auðveldlega étið risaeðlur til háfættra sérkennilegra smákrókódíla er líkjast helst hundum. Þróunin hefur jafnvel boðið upp á plöntuætukrókódíla. Í meira en áratug hefur steingervingafræðingurinn Paul Serrano leitað í Sahara eyðimörkinni og hann hefur hvað eftir annað þurft að endurskoða hugmyndir sínar um útlit krókódíla. Einkennileg form þeirra hafa orðið til þess að hann hefur veitt nýjum tegundum nöfn eins og andakrókódíll, rottukrókódíll og jafnvel pönnukökukrókódíll.

Við smitumst af …

Örverur og sníkjudýr hafa á síðustu árum reynst valda fjölmörgum sjúkdómum sem áður voru taldir stafa af óhollum lifnaðarháttum eða erfðagöllum. Þetta þýðir að við þurfum að vera á varðbergi gagnvart smiti, en uppgötvunin veitir jafnframt margvíslega möguleika til mun áhrifaríkari læknismeðferðar.

Draumaskemmtibátur með lyftu

Láti maður sig dreyma um skemmtibát má allt eins eiga sér stóra drauma. Þessi nýi glæsibátur frá Schöpfer Yachts gæti innan tíðar látið mjög stóra drauma rætast. Lögunin er óneitanlega sérstæð og minnir helst á kjálka úr risaeðlu, en þar fyrir utan er þyrlupallur fremst, rými fyrir 16 gesti og stór sundlaug, en úr henni […]

Vitvélar segja gestum til vegar

Í aðalstöðvum stórbankans Santander Group í Madrid eru nýir og sérkennilegir leiðsögumenn komnir til starfa. Litlar, rauðar vitvélar taka á móti gestum og fylgja þeim á réttan stað. Þú þarft bara að slá inn ákvörðunarstaðinn á snertiskjá.

Ný LED-pera lýsir í 17 ár

Þegar endalok glóðarperunnar eru nú á næsta leyti keppast margir stórir framleiðendur við að finna heppilegasta ljósgjafann til að taka við. Sparperurnar hafa marga kosti, en líka ýmsa galla. T.d. er í þeim mikið af eitruðum efnum. Nú setur General Electric á markað valkost án eiturefna. Þetta er LED-pera sem aðeins þarf 9 wött en […]

Egypskt musteri vígt kattagyðju

Egypskir fornleifafræðingar hafa grafið upp rústir musteris sem reist var til heiðurs Bereníku 2. sem var drottning 246-222 f.Kr. Musterið er í hafnarborginni Alexandríu og þar hafa vísindamennirnir fundið 600 styttur og lágmyndir. Margar myndanna sýna kattagyðjuna Bastet og það bendir til að musterið hafi verið helgað dýrkun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem […]

Jarðfræðingar finna hláturgas í saltvatni á Suðurskautslandinu

Hláturgas (N2O) er ein öflugasta gróðurhúsalofttegund sem þekkist. Hingað til hafa vísindamenn talið að hláturgas myndaðist lífrænt þegar bakteríur brjóta niður lífrænt efni í sjó eða jarðvegi. En nú hafa bandarískir vísindamenn sér til undrunar uppgötvað að hláturgas getur einnig myndast í sjálfstæðu efnaferli.   Þetta „kemíska“ hláturgas fundu vísindamennirnir þegar þeir rannsökuðu afar salt […]

Gervikjöt bragðast eins og besti kjúklingur

Matvörur með sojabaunum eru hollar fyrir hjartað en erfitt er að aðlaga þær vestrænum matarvenjum. Í framtíðinni gætum við þó fengið sojabaunir þegar við fáum okkur kjúkling. Fu-Hung Hsieh, prófessor við Missouriháskóla í Bandaríkjunum, hefur nefnilega þróað gervikjúklingakjöt sem unnið er úr sojabaunum.   Til að fá eitthvað til að bragðast og líta út eins […]

Smásæ dýr með sérstæða lífhæfni

Þótt hjóldýr í flokknum Bdelloidea séu aðeins örfáir millimetrar hafa þau þróað sérstæða hæfni sem hefur dugað þeim til að lifa af í 30 milljón ár. Þegar hjóldýrið verður fyrir árás banvæns svampsníkjudýrs þornar það alveg upp og vindurinn feykir því síðan burt. Þegar hjóldýrið lendir svo einhvern tíma síðar í fersku vatni, vaknar það […]

Fyrir 60.000 árum ristu menn skilaboð í strútsegg

Í Suður-Afríku hafa fornleifafræðingar fundið 270 brot úr strútseggjaskurn sem rist hefur verið í. Brotin eru 60.000 ára gömul. Uppgötvunin bendir til að listamaðurinn hafi bæði verið fær um óhlutbundna hugsun og tjáskipti. Skeljarnar voru notaðar undir vatn og hugsanlega hafa skreytingarnar sýnt hver var eigandi tiltekins vatnsíláts.

Flakleitarmenn finna sokkið sjúkraskip

Eftir meira en 60 ár á hafsbotni er ástralska sjúkraskipið Centaur nú komið í leitirnar á rúmlega 2 km dýpi. Japanskur kafbátur sökkti skipinu með tundurskeyti þann 14. maí 1943 út af Brisbane í Ástralíu og af 332 um borð lifðu aðeins 64 af, meðal þeirra ein af 12 hjúkrunarkonum.   Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk […]

Könguló felur sig í eyðimerkursandi

Ísraelskir líffræðingar hafa fundið áður óþekkta könguló sem fengið hefur nafnið Cerbalus aravensis. Fæturnir ná yfir 14 sm þvermál og því skyldi maður ætla að köngulóin væri auðséð. En hún hefst við í holum í eyðimerkusandinum og dulbýr opið með heimatilbúinni loku úr samanlímdum sandkornum.

Hubble skoðar bláar stjörnur

Hundruð glitrandi blárra stjarna, umvafðar glóandi heitum gasþokum. Þetta er það sem blasir við í stórri stjörnuverksmiðju, sem kallast R136, þegar skoðaðar eru nýjar og afar nákvæmar myndir frá geimsjónaukanum Hubble.   R136 er að finna í svonefndri 30 Doradus-þoku sem er hluti af Stóra Magellan-skýinu en það er lítil stjörnuþoka á braut um Vetrarbrautina […]

Af hverju verpa hænur svona mörgum eggjum?

Flestir hænsnfuglar verpa mörgum eggjum á varptímanum. Sumar tegundir kornhænsna verpa allt að 30 eggjum í hreiðrið. Aðrar tegundir láta sér nægja færri egg en verpa oftar á ári. Rannsóknir á eggjastokkum tamdra hæna sýna að þær geta verpt mörg þúsund eggjum á ævinni. Það er þó sjaldgæft, þar eð hænur eru yfirleitt ekki látnar […]

Af hverju eru hellaristur svo einfaldar?

Hellamyndir eru oft einfaldar teikningar af t.d. dýrum. Höfðu menn svona léleg verkfæri? Eða setti heilinn listamönnum þessa tíma ákveðin takmörk?

Hve hratt geta skýin svifið?

Hraðfleygustu skýin er að finna í 10-18 km hæð þar sem vindhraðinn getur náð allt að 400 km/klst. Ástæðan er sú að ský eru gerð úr örsmáum vatnsdropum eða ískristöllum sem síga hægt niður gegnum loftið. Það þýðir aftur að skýin fylgja hreyfingum loftsins. Vegna núningsmótstöðunnar niðri við jörð kemst vindurinn hraðar yfir ofar í […]

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is