Af hverju er regnboginn bogadreginn?

Af hverju er regnbogi alltaf bogadreginn? Stafar það af lögun regndropanna eða ljósbrotinu?

BIRT: 14/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Sólarljós er samsett úr öllum litum og þegar það skellur á vatnsdropa brotnar það dálítið misjafnlega. Þetta myndar litina í regnboga.

 

Regndropi er ekki dropalaga heldur kúlulaga og það skiptir miklu máli varðandi ljósbrotið.

 

Megnið af ljósinu fer þvert í gegnum regndropann en hluti þess speglast af kúlulaga bakhlið dropans og brotnar svo aftur á leiðinni gegnum hann.

 

Mælingar hafa sýnt að tiltölulega margir geislar koma út úr dropanum í 42 gráðu horni frá stefnu ljóssins þegar það kemur að dropanum.

 

Áhorfandi sem snýr baki í sólina og horfir upp í dökkleit regnský sér þess vegna ljósboga sem einmitt stafa frá þeim regndropum sem mynda 42 gráðu horn milli sólarinnar og áhorfandans.

 

Regnboginn er hringlaga

Við sjáum regnbogann sem boga en í rauninni sjáum við einungis hluta af hring. Sá hluti hringsins sem við sjáum ekki er fyrir neðan sjóndeildarhring. Úr flugvél eða af háum fjallstindi getur maður verið svo heppinn að sjá heilan regnhring.

 

Regnbogi sést skýrast þegar regndroparnir eru stórir. Við sérstakar aðstæður myndast tveir bogar, aðalregnboginn og aukaregnbogi ofar. Sá neðri er skýrari en í þeim efri snýst litaröðin við. Sá regnbogi stafar frá ljósi sem hefur endurspeglast öðru sinni í regndropunum áður en það berst til áhorfandans.

BIRT: 14/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is