Náttúran

Af hverju er regnboginn bogadreginn?

Af hverju er regnbogi alltaf bogadreginn? Stafar það af lögun regndropanna eða ljósbrotinu?

BIRT: 24/10/2024

Sólarljós er samsett úr öllum litum og þegar það skellur á vatnsdropa brotnar það dálítið misjafnlega. Þetta myndar litina í regnboga.

 

Regndropi er ekki dropalaga heldur kúlulaga og það skiptir miklu máli varðandi ljósbrotið.

 

Megnið af ljósinu fer þvert í gegnum regndropann en hluti þess speglast af kúlulaga bakhlið dropans og brotnar svo aftur á leiðinni gegnum hann.

 

Mælingar hafa sýnt að tiltölulega margir geislar koma út úr dropanum í 42 gráðu horni frá stefnu ljóssins þegar það kemur að dropanum.

 

Áhorfandi sem snýr baki í sólina og horfir upp í dökkleit regnský sér þess vegna ljósboga sem einmitt stafa frá þeim regndropum sem mynda 42 gráðu horn milli sólarinnar og áhorfandans.

 

Regnboginn er hringlaga

Við sjáum regnbogann sem boga en í rauninni sjáum við einungis hluta af hring. Sá hluti hringsins sem við sjáum ekki er fyrir neðan sjóndeildarhring. Úr flugvél eða af háum fjallstindi getur maður verið svo heppinn að sjá heilan regnhring.

 

Regnbogi sést skýrast þegar regndroparnir eru stórir. Við sérstakar aðstæður myndast tveir bogar, aðalregnboginn og aukaregnbogi ofar. Sá neðri er skýrari en í þeim efri snýst litaröðin við. Sá regnbogi stafar frá ljósi sem hefur endurspeglast öðru sinni í regndropunum áður en það berst til áhorfandans.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.