Hvaða hlutverki gegna ennis- og kinnholurnar?

Mikilvægasta hlutverk ennis- og kinnhola er að mynda slím til að væta innanvert nefið en holurnar í höfuðkúpunni hafa ýmsum mikilvægum hlutverkum að gegna.

LESTÍMI: 1 MÍNÚTA

Ennis- og kinnholurnar eru loftfyllt holrúm í beinum andlitsins og er hlutverk þeirra einkum að ljá innanverðu nefinu raka.

 

Þá má einnig nefna þá staðreynd að þær minnka þyngd höfuðkúpunnar og virka jafnframt sem eins konar endurómsrými sem ljær röddinni hljóm sinn.

 

Vernda gegn höggum á höfuðið

Ennis- og kinnholurnar eru einnig sagðar gegna hlutverki eins konar höggpúða fyrir andlitið ef það skyldi verða fyrir hnjaski, jafnframt því að sjá augunum og tannrótunum fyrir einangrun þegar örar hitabreytingar verða í umhverfinu.

 

Við mennirnir fæðumst nánast án nokkurra ennis-og kinnhola en þær stækka alla barnæskuna, svo og seinna meir í lífinu, með því móti að beinvefurinn brotnar smám saman niður.

 

Nefholurnar samanstanda af fjórum loftfylltum holrúmum í beinum andlitsins.

Nefholur geta haft í för með sér tannpínu

Sýking: Þegar við kvefumst geta göngin sem losa slím úr nefholunum gegnum nefið, stíflast og sýking myndast.

 

Tannpína: Kinnkjálkaholurnar undir augunum eru mjög nálægt jöxlunum í efri gómnum. Verði sýkingar vart hér getur hún breiðst út til tannrótanna og leitt af sér tannpínu.

 

 

Birt: 12.12.2021

 

 

Lestu einnig:

(Visited 1.126 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR