Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran Ný tækni

Hunangsfluguna skortir flugtækni

Flugtækni hunangsflugunnar er hreint afleit og hún verður að beita afli til að vega upp á móti skorti á loftaflsfræðilegri aðlögun á flugi sínu. Þetta segja vísindamenn við Oxford-háskóla í Englandi eftir að hafa rannsakað tegundina Bombus terrestris.

Þeir komu hunangsflugum fyrir í vindgöngum með aðlaðandi frjókornablómum. Þegar flugurnar tóku stefnuna á blómin slepptu vísindamennirnir reyk inn í vindgöngin. Reykurinn sýndi greinilega hvers konar lofthvirfla vængjasláttur flugnanna myndaði. Vænhreyfingarnar voru teknar upp með háhraðamyndavélum sem taka 2.000 myndir á sekúndu. Yfirleitt reyndust vinstri og hægri vængur hreyfast hvor í sínu lagi og þessi skortur á samhæfni olli því að vængjaslátturinn náði ekki að drífa flugurnar áfram af þeim krafti sem annars er algengast að sjá hjá fljúgandi dýrategundum.

Subtitle:
Old ID:
834
651
(Visited 7 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.