Lifandi Saga

Hver átti hugmyndina að Rauða krossinum?

Rauði krossinn var stofnaður árið 1863 og var einkum þekktur fyrir hjúkrunarfræðingana sem veittu aðhlynningu um allan heim.

BIRT: 16/10/2022

Merki hjálparsamtakanna er „öfugur“ svissneskur fáni en sá sýnir hvítan kross á rauðum grunni.

 

Merkinu var að öllum líkindum ætlað að heiðra Svisslendinginn Jean-Henri Dunant sem átti hugmyndina að því að stofna mannúðar- og hjálparsamtökin Rauða krossinn árið 1863.

 

Fjórum árum áður hafði Dunant orðið vitni að bardaga á milli austurrískra og fransk-ítalskra hersveita. Óvenjumikið mannfall var í bardaganum við Solferino en þar létust um 6.000 manns, auk þess sem 25.000 særðust.

 

Sér til mikillar skelfingar varð Dunant vitni að því að enginn gerði neitt til að aðstoða særða hermenn óvinarins. Þeir voru einfaldlega látnir deyja drottni sínum.

 

Dunant smalaði saman óbreyttum borgurum í héraðinu og fékk þá til að aðstoða hina særðu, sama hvoru megin víglínunnar þeir höfðu barist. Hann greiddi úr eigin vasa fyrir lyf, sáraumbúðir og tjöld.

 

Að bardaganum loknum ritaði Svisslendingurinn bók um reynslu sína og sótti heim hershöfðingja og stjórnmálamenn um gjörvalla Evrópu til að kynna hugmynd sína um að tryggja skyldi mannréttindi í stríði.

 

Í febrúar árið 1863 var sett á laggirnar nefnd á vegum „Samtaka Genfar um almenna velferð“ og átti m.a. Dunant sæti í nefndinni sem ætlað var að þróa áfram hugmyndina um hlutlaus samtök sem sinntu velferð hinna særðu í styrjöldum.

 

Árið eftir kynnti nefndin til sögunnar merkið með rauða krossinum sem hjúkrunarfræðingum og læknum var ætlað að bera við víglínuna til að gefa til kynna hlutleysi þeirra.

 

Tólf lönd undirrituðu sáttmálann árið 1864 sem m.a. tryggir verndun særðra hermanna á vígvellinum.

 

Rauði krossinn var stofnaður á Íslandi árið 1924.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Bue Kindtler-Nielsen

Fine Art America and Wikimedia

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

Maðurinn

Sex mýtur um hjartað

Maðurinn

Þannig má forðast gular tennur

Heilsa

Dánardagur þinn er skrifaður í blóð þitt 

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is