Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Spænski rannsóknarrétturinn leitaði uppi „falska trúskiptinga“ meðal þeirra sem kusu að vera um kyrrt á Spáni.

LESTÍMI: 3 MÍNÚTUR

 

Þegar Spánverjar endurheimtu Íberíuskaga – þekkt sem la Reconquista – réðust þeir ekki einungis á múslimska mára.

 

Óvildin beindist einnig að Gyðingum sem á 14. öld máttu þola skipulegar ofsóknir og fjöldamorð með blessun yfirvalda. Hámarki náðu ofsóknirnar árið 1391, þegar þúsundir voru drepnar og langtum fleiri þurftu að skipta um trú.

 

Í furstaríki múslima, Granada, á sunnanverðum Spáni nutu Gyðingar áfram nokkurs trúfrelsis en furstaríkið leið undir lok árið 1492, þegar Spánn var sameinaður af hinum heittrúaða Ferdinand 2. af Aragóníu og Ísabellu 1. af Kastilíu.

 

Konungshjónin vildu ekki sjá neina Gyðinga í ríki sínu – þau óttuðust að þeir gætu snúið þeim Gyðingum sem þegar höfðu játað kristna trú. Sanntrúuðum Gyðingum var því gefinn kostur á því að fara að dæmi fyrrverandi trúbræðra sinna eða vera vísað úr landi.

 

Tilskipun Ísabellu, sem vísaði gyðingum úr landi.

Ísabella vísaði spænskum gyðingum úr landi

Með svonefndri Alhambra-tilskipun hrakti Ísabella Gyðinga frá Spáni árið 1492. Tilskipunin var ekki afnumin fyrr en árið 1968.

 

Spánn ákvað árið 2014 – „til að bæta fyrir skammarlega framgöngu í fortíðinni“ – að afkomendur sefarda gætu fengið ríkisborgararétt.

 

Spænskir Gyðingar eru nú nefndir sefardískir Gyðingar en sefardískur merkir „spænskur“. Margir þeirra flúðu til Maghreb á norðurströnd Afríku, meðan aðrir héldu til borga eins og Jerúsalem og Kaíró.

 

Soldáninn í Ottómanríkinu bauð Gyðingunum hæli og margir fóru til Þessalóniku, Izmir og Balkanlanda. Afkomendur sefardískra Gyðinga telja nú um 16% af öllum Gyðingum heims.

 

Trúskiptingar máttu vera

Milli 50.000 og 70.000 Gyðingar völdu að játa kristna trú og voru skírðir. Þeir fengu að vera um kyrrt á Spáni.

 

Skjól í N-Afríku

Í Maghreb í N-Afríku mynduðu brottflúnir Gyðingar mörg samfélög.

 

Úthýst á ný

Gyðingaofsóknir breiddust út um Evrópu. Spænskir Gyðingar sem flúðu til Ítalíu voru reknir aftur á brott fáeinum árum síðar.

 

Miskunnsamur soldán
Höfðingi Ottómanríkisins, Beyazit 2., veitti spænskum Gyðingum hæli í ríki sínu. Fjölmargir héldu þangað.

 

 

Birt: 01.12.2021

 

 

 

Bue Kindtler-Nielsen

 

Lestu einnig:

(Visited 912 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR