Af hverju fáum við bauga undir augun?

Þegar við erum þreytt eða haldin streitu sjást oft dökkir baugar undir augunum. Er hægt að koma í veg fyrir þetta?

Maðurinn – Líkaminn

Lestími: 1 mínúta

 

Svefnleysi getur orsakað dökka bauga og poka undir augunum.

 

Þegar við þreytumst slaknar á vöðvunum. Húðin umhverfis augun er þunn, laus og teygjanleg og fyrir vikið sést vökvauppsöfnun í líkamanum best þar.

 

Eftir því sem árunum fjölgar glatar bandvefurinn undir augunum að sama skapi sveigjanleika sínum sem eykur enn á vandann. Dökkir baugar og pokar undir augum eru þó fyrst og fremst ættgengir.

 

Hægt er að fyrirbyggja myndun bauga með heilbrigðu líferni. Þá er einnig unnt að koma í veg fyrir vökvauppsöfnun með því að hafa hátt undir höfði í svefni.

 

 

 

Birt: 07.10.2021

 

 

 

 

Lestu einnig:

(Visited 410 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR