Hversu lengi er fæðan á leið sinni gegnum líkamann?

Hve langur tími líður frá því að við drekkum mjólkurglas og þar til við höfum þvaglát?

Maðurinn

Lestími: 1 mínúta

 

Það tekur fæðuna allt frá hálfum öðrum sólarhring upp í þrjá daga að komast í gegnum allan meltingarveginn. Tímalengdin er eilítið breytileg, allt eftir tegund fæðunnar og hvernig mælt er.

 

Ólík innihaldsefni sömu máltíðar fylgjast nefnilega ekki að gegnum þarmakerfi líkamans heldur greinast í marga hluta á leiðinni.

 

Að öllu jöfnu reynist erfiðara að brjóta niður grænmeti en kjöt, því oft þarf að eiga sér stað gerjunarferli í þörmunum til að öll næringarefnin nýtist til fullnustu. Þetta táknar að grænmetisætur verja lengri tíma í að melta fæðuna en við á um kjötætur.

 

Fljótandi fæða er jafnlengi á leiðinni niður meltingarveginn og við á um fasta fæðu og fyrir vikið er næringin í mjólk einnig tvo daga á leið sinni. Vatnshluti mjólkurinnar öðlast upptöku mjög fljótt og berst með blóðinu til nýrnanna sem framleiða jafnóðum þvag.

 

 

 

27.03.2021

(Visited 274 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR