Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Tekur þú lífinu með ró og ígrundar allt vandlega eða ertu hvatvís og sítalandi? Eða kannski blanda að hvorutveggja?

BIRT: 13/04/2024

Sumt fólk sækir beinlínis orku í samverustundir með öðrum, en svo er líka til fólk sem kann best við eigin félagsskap.

 

Sálfræðingar hafa unnið með hugtökin „extróvert“ eða „úthverfur“ og „introvert“ eða „innhverfur“ síðan geðlæknirinn Carl Jung kynnti þessi hugtök til sögunnar á þriðja áratug 20. aldar.

 

Nú virðast heilarannsóknir staðfesta kenningar hans á taugafræðilegum grunni. Rannsóknir sýna nefnilega að það er mismunandi hvað örvar losun hamingjuhormóna hjá því fólki sem er mannblendið (extróvert) og hinu sem er einrænt (intróvert).

 

Hér útskýrum við mismuninn.

 

Mismunandi verðlaunun heilans

Svissneski geðlæknirinn Carl Jung varð fyrstur til að skilgreina hugtök fyrir þau persónuleikaeinkenni sem ákvarða hvort fólk á betur heima í umfangsmiklu félagslífi eða í fámennum hópi traustra vina.

 

Þýski sálfræðingurinn Hans Eysenck þróaði kenninguna síðar áfram. Hann skýrði muninn með því að mjög mannblendið fólk hefði lægri móttökuþröskuld fyrir tilfinningar og skynhrif.

 

Það þarf sem sagt einfaldlega meira til að mannblendið fólk njóti ánægju en þegar einrænir eiga í hlut.

 

Heilaskönnun sýnir hvort þú ert extróvert eða intróvert

Heilarannsóknir nútímans sýna að þýski sálfræðingurinn var á réttri braut – allavega á dópamín, hamingju- eða vellíðunarhormón heilans þátt í mismuninum á þessum tveimur gerðum persónuleikans.

 

Í rannsókn einni var hópum fólks, sem annaðhvort taldist extróvert eða intróvert, sýndar myndir af náttúru og andlitum.

 

Með heilaskönnun gátu vísindamennirnir séð að þátttakendur, sem flokkuðust sem extróvert, sýndu sterkari viðbrögð við mannamyndunum en þeir sem töldust til intróverta hópsins.

 

Þetta bendir til að mannblendið fólk fái meiri örvun af því að sjá ný andlit en einrænt fólk og heilinn losi þá líka fremur dópamín við samneyti við nýja kunningja.

 

Þetta getur skýrt hvers vegna hinir einrænu geti kunnað ágætlega við sig í einrúmi heima á föstudagskvöldi, þegar hinir mannblendnu vilja út í félagslífið.

 

Einkenni mannblendinna

Hér er listi yfir einkenni þeirra sem flokkast sem extróvert.

 
Extróvert fólk er:
  • Félagslynt

 

  • Málgefið

 

  • Gefið fyrir að banda höndum

 

  • Leitandi að athygli

 

  • Gefið fyrir að lýsa tilfinningum sínu

 

Extróvert fólk kann að meta:
  • Nýjar áskoranir, nýtt umhverfi, nýjan félagsskap – spennu og tilbreytingu

 

  • Að vera í miðju hringiðunnar, gjarnan í stórum hópi

 

  • Að vera virkt

 

Extróvert fólk sækir orku í:
  • Virkt félagslíf með öðru fólki og gjarnan mörgu fólki samtímis

 

Enkenni einrænna

Hér er listi yfir einkenni fólks sem flokkast sem intróvert

 

Intróvert fólk er:
  • Langoftast hlédrægt

 

  • Athugult

 

  • Hugsandi

 

  • Með fulla stjórn á tilfinningum sem það sýnir öðrum

 

Intróvert fólk kann að meta:
  • Félagslíf í þröngum hópi eða tveggja manna tali

 

  • Einbeita sér að einu í einu fremur en að hafa mörg járn í eldinum

 

  • Lesa, skrifa og hugsa fremur en að tala

 

Intróvert fólk sækir orku í:
  • Einveru og ró

 

Einrænir eiga auðveldara með óhlutbundna hugsun

Rannsókn frá árinu 2012 sýndi að einrænt fólk er með þykkri ennisblöð (praefrontal cortex).

 

Þessi hluti heilans virkjast við óhlutbundna hugsun, áætlanagerð og ákvarðanatöku – hæfni sem intróvert fólk hefur í ríkara mæli en það sem telst extróvert.

 

Upp í gegnum alla þróunarsöguna hafa bæði þessi persónuleikaeinkenn haft sína kosti og galla. Hinir einrænu hafa trúlega átt auðveldara með að lifa af í náttúrunni, þar eð aðhaldssöm hugsun heldur þeim frá hættulegum aðstæðum.

 

Hinir mannblendnu hafa á hinn bóginn verið sneggri til aðstoðar við veiðar eða söfnun matvæla þegar hart var í ári hjá ættbálknum.

 

En það er þó auðvitað alls ekk svo að fólk sé einfaldlega annað hvort einrænt eða mannblendið.

 

Hvernig fólk ber sig að við mismunandi félagslegar aðstæður ræðst af miklum fjölda mismunandi þátta, auk þess sem fjöldi fólks hefur bæði einræn og mannblendin einkenni.

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is