Zombí-ormar lifna við eftir mörg þúsund ár

Ormarnir hafa velt af bessadýrunum úr sessi. Þeir eru ótvíræðir sigurvegarar í að vakna til lífsins.

BIRT: 13/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Í rannsóknastofu í rússnesku vísindaakademíunni úir og grúir af hringormum í petriskálunum.

 

Vísindamenn fóðra þá með næringarefnum og kólíbakteríum og við fyrstu sýn hvarlar ekki að manni að þessir ormar séu mörg þúsund ára gamlir.

 

Fornir ormar lifna við

Rússnesku vísindamennirnir fundu ormana í tveimur borsýnum frá Norðaustur-Síberíu. Annað sýnið er ískjarni, sóttur á 30 metra dýpi við Alazeya-fljót og kolefnisgreining á jarðvegi og plöntuleifum sýna að það er 32.000 ára gamalt.

 

Hitt sýnið var tekið á 3,5 metra dýpi við sama fljót en reyndist samkvæmt aldursgreiningu 42.000 ára gamalt.

Í árþúsundir voru hringormarnir fastir í sífreranum í Siberíu. Nú hafa vísindamenn vakið þá til lífsins.

Vísindamennirnir skildu ormana úr sýnunum og þíddu þá við 20 stiga hita. Við þennan hita tóku ormarnir að hreyfa sig.

 

Þar með settu þeir einstætt heimsmet í aldvala – hæfninni til að loka algerlega fyrir öll lífefnaferli en vakna síðar til lífsins á ný.

 

Aldvali er þekkt fyrirbrigði í frosti, miklum þurrki, mjög söltu umhverfi eða súrefnisskorti.

42.000 ár. Það er nýja metið í aldvala, en þá stöðvar dýr öll efnaskipti, en getur engu að síður lifnað við á ný. Eldra metið var 30 ár.

Gamla metið var 30 ár og það áttu hin harðgerðu bessadýr.

 

Hringormarni ná svo miklu frostþoli með því að tæma vatn úr frumunum, en þær myndu ella eyðileggjast þegar vatnið myndar ískristalla.

 

Gjafalíffæri fryst

Rannsóknir á aldvala geta t.d. auðveldað læknum að frysta gjafalíffæri í lengri tíma.

 

Fyrirbrigðið hefur líka þýðingu varðandi leitina að lífi í geimnum – á stöðum þar sem það hefur verið talið útilokað.

BIRT: 13/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © A. V. Shatilovich

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is