Hvers vegna anga ilmvötn mismunandi á manneskjum?

Maðurinn Ilmvatn

Ilmvötn anga mismunandi á mönnum þar sem við erum ólík.

 

Húð okkar er með einstaklingsbundna efnasamsetningu sem ræðst m.a. af erfðum og lifnaðarháttum. Það hefur áhrif á magn og samsetningu af vatni, fitusýrum, söltum, sykurefnum, prótínum og hárum á húðinni. Allt eru þetta þættir sem verka á hvernig ilmefnin bindast húðinni og hve hratt þau gufa upp.

 

Ilmefni samanstanda af margvíslegum angandi efnum, mismunandi sterkum og með ólíkan uppgufunartíma. Þegar ilmefni er roðið á húðina gufa efnin smám saman upp og maður finnur anganina. Þar sem gerð húðarinnar ræður mismunandi uppgufun þeirra munu ilmefnin t.d. gufa hraðar upp á þurri húð enda bindast ilmefnin ekki jafn mörgum fitusýrum eins og á feitri húð.

 
 
(Visited 45 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR