Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Árið 1949 svífur hópur útvalinna slökkviliðsmanna til jarðar til móts við geysandi eldinn í „gljúfri dauðans“ í Montana. Seinni tíma slökkviliðsmenn drógu lærdóm af þessarri aðgerð en fórnarkostnaðurinn var hár.

BIRT: 25/06/2024

Hópstjórinn Robert Dodge finnur hvernig óróinn magnast. Skógareldurinn sem hann og hinir 14 ungu reykstökkvarar hans þurfa að berjast við snareykst skyndilega og óvænt.

 

Klukkuna vantar korter í fimm síðdegis þann 5. ágúst 1949. Það eru tæpar tvær klukkustundir síðan slökkviliðsmennirnir 15 stukku í fallhlíf yfir Mann Gulch gljúfrinu í Montana-fylki til að slökkt eld.

 

Þegar Dodge og menn hans lentu í fallhlífum sínum nálægt gljúfrinu var eldurinn á suðurhryggnum, en nú sjá þeir þar sem þeir standa hinum megin við gljúfrið hvernig eldarnir éta sig í gegnum tré og runna á leiðinni niður hlíðina.

 

Áætlun Dodge er að ná ánni við enda gljúfursins.En skyndilega kemur hann auga á eldvegg fyrir framan sig – eldurinn hefur farið yfir gljúfrið og æðir nú beint í áttina til þeirra. Logarnir teygja sig hærra en þriggja hæða hús.

 

„Sleppið dótinu ykkar!“ öskrar Dodge í örvæntingu á menn sína og byrjar að hlaupa. Til að bjarga lífi sínu. 

 

Mann Gulch eldurinn árið 1949 markaði tímamót í sögu gróðurelda í Bandaríkjunum. Harmleikurinn sem nýstofnaður úrvalshópur reykstökkvara lenti í neyddi Bandaríkjamenn til að fara í ítarlegar rannsóknir á því hvernig eldur hagar sér og hvernig slökkviliðsmenn gætu best varist við störf sín.

 

Reynslan frá þeim tíma er í dag mikilvægari en nokkru sinni fyrr þar sem skógareldar nútímans verða sífellt umfangsmeiri um allan heim.

Með fallhlíf á bakinu, í hlífðargalla og með hjálm lögðu svokallaðir „reykstökkvarar“ til atlögu við gróðurelda á afskekktum stöðum.

Skógarvakt lét vita

Allt var dæmt til að fara úrskeiðis þetta sumar í Mann Gulch.

 

Svæðið var skraufþurrt eftir langvarandi hitabylgju og hitinn var yfir 36°C þegar þrumuveður gekk í gegnum þetta V-laga gljúfur Missouri árinnar 4. ágúst 1949.

 

Að sögn yfirvalda var eldhætta á svæðinu metin á stigi 74 af 100 þannig að þegar eldingu laust niður innan um greni- og furutrén á suðurhrygg gljúfursins kviknaði strax í gróðrinum.

 

Um kl. 12.00 morguninn eftir tók hinn tvítugi James Harrison eftir reyknum sem steig upp frá Mann Gulch. Ungi maðurinn hafði eytt sumrinu sem skógarvörður á tjaldstæði í gljúfri í nágrenninu.

 

Hann flýtti sér upp á hálsinn á milli gljúfranna tveggja til að reyna að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út til hans svæðis.Í fjórar klukkustundir barðist Harrison einn við eldinn með því að grafa 60-90 cm breið eldbelti og saga greinar og stofna svo eldurinn breiddist ekki út.

 

Harrison var sjálfur þjálfaður slökkviliðsmaður og hafði verið hluti af slökkviliðsdeild bandarísku skógarþjónustunnar – svokölluðum „smokejumpers“ sem við getum kallað reykstökkvara.

Á 4. áratugnum reyndu Bandaríkjamenn svokallaða „reykstökkvara“. Slökkviliðsmaðurinn á myndinni er að undirbúa fyrsta stökk sitt árið 1939.

Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

 

Þegar Mann Gulch eldarnir brutust út árið 1949 hafði reykstökkvaraaðferðin aðeins verið notuð í nokkur ár. Hún varð fljótt algerlega ómetanleg.

 

Reykstökkvari var algjörlega nýtt starf árið 1949.

 

Eftir tilraunir á þriðja áratugnum í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum stukku fyrstu tveir slökkviliðsmennirnir út úr flugvél árið 1949 til að berjast við skógarelda í Idaho-ríki í Bandaríkjunum. Fyrstu bækistöðvarnar fyrir sveitir reykstökkvara voru stofnaðar árið 1942 í Washington og Montana.

 

Stökkvararnir voru ungir menn á aldrinum 21 til 25 ára. Þeir urðu að vera í góðu líkamlegu formi og ógiftir. Þegar mest hætta var á eldum bjuggu þeir í bækistöðvunum og margir stunduðu nám á sama tíma. Fyrir stökk klæddust mennirnir hlífðargöllum og hjálmum til að verja þá við lendingu á ójöfnu landslagi.

 

Eftir lendingu losuðu þeir sig við hlífðarbúnaðinn og börðust við eldinn í vinnubuxum og á skyrtunni. Verkið fólst fyrst og fremst í því að grafa brunabelti til að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út.

 

Árið 1953 settu reykstökkvararnir met með 1.127 stökkum í baráttunni við hátt í 250 elda. Frá stofnun reykstökkvarastöðvanna fyrir rúmum 80 árum hafa 32 reykstökkvarar týnt lífi við störf sín.

Þessi úrvalsdeild slökkviliðsmanna var aðeins nokkurra ára gömul.Meðlimir hennar voru þjálfaðir í að stökkva í fallhlífum inn á afskekkt svæði til að berjast gegn skógareldum.

 

Starfið var hins vegar svo hættulegt að James Harrison hætti árið áður til að fara í háskóla.

 

160 km vestar, nálægt borginni Missoula, hafði hópi fyrrverandi samstarfsmanna Harrison verið tilkynnt um eldinn. Þeir voru nú á leiðinni þangað í Douglas DC-3 flutningaflugvélinni sinni. 

 

Talstöðin týndist

Um borð í flugvél reykstökkvaranna var hinn 33 ára slökkviliðsstjóri Robert Dodge og 15 ungir reykstökkvarar á aldrinum 17 til 28 ára. Nokkrir þeirra höfðuenga reynslu nema af æfingastökkum.

 

Ennfremur höfðu Robert Dodge og flestir ungu reykstökkvararnir aldrei unnið saman áður. Stax á leiðinni á staðinn kom reynsluleysi ungu reykstökkvaranna í ljós.

 

Mikil ókyrrð var í lofti sem olli því að einn stökkvarinn varð svo flugveikur að Dodge varð að skilja hann eftir í vélinni. Klukkan 16.10 stukku hann og 14 slökkviliðsmenn í fallhlífum sínum yfir Mann Gulch.

Reykstökkvararnir stukku út í góðri fjarlægð frá eldunum svo þeir lentu ekki beint á logunum.

Vegna hvassviðris á svæðinu dreifðust reykstökkvararnir um svæðið þegar þeir lentu. Það var ekki fyrr en um kl. 17.00 sem Dodge og menn hans höfðu safnast saman í u.þ.b. 800 metra fjarlægð frá eldinum og voru búnir að setja saman búnaðinn og voru tilbúnir að ráðast til atlögu við eldinn. 

 

Eina talstöðin sem þeir höfðu meðferðist eyðilagðist í lendingu þar sem fallhlífin sem hún var í bilaði og lenti í klettum. Mennirnir voru því gjörsamlega sambandslausir við umheiminn.

 

Stökkvararnir skildu hlífðarklæðnaðinn og fallhlífarnar eftir og gripu í staðinn verkfærin og sagirnar sem þeir myndu nota til að búa til eldbelti. Á þessum tíma náði eldurinn yfir lítið svæði í suðurhlíð gljúfursins og því leit út fyrir að verkefnið væri vel viðráðanlegt.

Hetjur skógareldanna

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

En allt í einu heyrði Dodge hróp. Hann sagði liðinu að hvíla sig og borða eitthvað á meðan hann fór sjálfur á undan til að sjá hvaðan hrópið kom. Þegar Dodge birtist aftur var landvörðurinn James Harrison með honum.

 

Mennirnir tveir gátu sagt frá því að vegna hita væri ómögulegt að komast nær eldinum en 30 metra. Dodge bað því liðið að breyta um áætlun.

 

Í stað þess að fara í átt að eldinum að sunnanverðu ættu þeir frekar að fara yfir í norðurhlíð gljúfursins og fylgja henni niður í átt að Missouri ánni sem rennur þvert á enda gljúfursins. Þaðan gætu þeir ráðist að eldinum neðan frá.

 

Dodge yfirgaf menn sína aftur og fór með Harrison aðeins hærra upp í hlíðina til að kanna stöðuna – og þá fengu þeir áfall.

 

Fjandinn verður laus

Frá útsýnisstað sínum uppi á hryggnum sáu Dodge og Harrison að eldurinn breiddist hratt út. Hugsanlega blossaði hann svona skyndilega upp vegna áreksturs vinda úr þrem áttum – einum frá Missouri ánni og tveimur hliðarvindum.

 

Mennirnir tveir hlupu til baka og náðu aftur til hinna um kl. 17.40 en að sögn Dodge uppgötvuðu þeir ekki að eldurinn hefði náð þangað á undan þeim vegna hæðótts landslagsins.

 

„Við héldum áfram niður í gegnum gljúfrið í u.þ.b. fimm mínútur áður en ég sá að eldurinn hafði farið yfir Mann Gulch og stefndi nú upp brekkuna í átt að okkur,“ útskýrði slökkviliðsstjórinn síðar.

 

Öfugt við skógi vaxna suðurhlíðina var norðanvert gljúfrið vaxið háu, þurru grasi. Hinn reyndi Dodge vissi að enginn eldur hreyfist eins hratt og skógareldur. Það sem verra var, logarnir voru að færast upp bratta brekkuna.

 

Þetta þýddi að eldurinn forhitaði gróðurinn lengra upp, svo að logarnir gátu étið sig í gegnum grasið á ógnar hraða.

 

Dodge skipaði mönnum sínum strax að hlaupa í burtu frá eldinum – upp á hálsinn norðan megin.Tveir ungir slökkviliðsmenn, Walter Rumsey og hinn aðeins 17 ára gamli Robert Sallee komu fljótt að honum. En nú kom eldurinn líka æðandi úr öllum áttum.

Ég sá hann beygja sig niður og kveikja í með eldspýtu“. 
Sagði reikstökkvarinn Robert Sallee um leiðtoga sinn.

Sérfræðingar hafa reiknað út að margra metra háar eldtungurnar hafi elt þungt lestaða slökkviliðsmennina með 10-15 kílómetra hraða. Hitinn í eldinum var allt að 1.000 °C.

 

„Sleppið dótinu ykkar!“ öskraði Dodge örvæntingarfullur.

 

Skelfingu lostnir slökkviliðsmennirnir heyrðu ekki allir hróp hans og héldu áfram að hlaupa með þungar axir sínar og skóflur. Skógarvörðurinn James Harrison gafst hins vegar alveg upp.

 

Eftir að hafa barist við eldinn í marga klukkutíma voru kraftar hans þrotnir. Tvítugi háskólaneminn settist niður með þungan bakpokann sinn og beið logahafsins.

 

Rumsey og Sallee voru ekki á því að gefast upp og héldu ótrauðir áfram í átt að hálsinum. En skyndilega stoppaði yfirmaður þeirra, Dodge. Slökkviliðsstjórinn gerði sér grein fyrir því að eldurinn fór of hratt yfir. Sallee trúði ekki sínum eigin augum.

 

„Ég sá hann beygja sig niður og kveikja eld með eldspýtu,“ sagði Salle síðar:

 

„Nú þegar við erum komnir með eldinn næstum í bakið á okkur, hvers vegna í fjandanum kveikir yfirmaðurinn annan eld beint fyrir framan okkur?“

16 börðust fyrir lífi sínu í „gljúfri dauðans

Þegar hópur reykstökkvara sveif niður í Mann Gulch gljúfrið héldu þeir að það yrði ekki flókið að ná tökum á eldinum en í sterkum vindinum breiddist eldurinn hratt út. Þeir reyndu þá í skelfingu sinni að flýja.

Reikstökkvararnir lenda

Mennirnir 15 lenda austan megin í gljúfrinu. Þar hitta þeir Harrison skógarvörð. Saman fara þeir gegn eldinum sem brennur sunnan við gljúfrið en ákafinn í eldinum þvingar þá til að breyta um áætlun.

Eldurinn breiðist út

Reykstökkvararnir flýja að norðurhlið gljúfursins og ætla að fylgja henni niður að vatninu. En skyndilega stekkur eldurinn niður í botn gljúfursins og lokar leiðinni.

Hópurinn flýr upp á við

Mennirnir hlaupa upp á norðurbrún gljúfursins en eldurinn fer of hratt yfir. Leiðtogi hópsins, Dodge, kveikir þá eld í grasinu svo að megineldurinn finni ekki eldsmat.

13 menn brenna til bana

Dodge komst af með því að leggjast niður í svæðið sem hann brenndi þegar megineldurinn náði til þeirra. Tveir aðrir náðu upp á norðurtoppinn og leituðu skjóls í grjóturð. Allir hinir 13 fórust.

Dodge benti og reyndi að fá menn sína til að færa sig inn í grasið sem hann hafði kveikt í. Ungu slökkviliðsmennirnir héldu hins vegar að hann væri genginn af göflunum.

 

„Fjandinn hafi það, ég verð að komast héðan!“ hrópaði undirforinginn William Hellman.

 

30 sekúndum síðar náðu eldtungurnar frá aðaleldinum til þeirra.

Mjög stór skógarsvæði verða skógareldum að bráð og draga þúsundir til dauða víðs vegar um heim. Logarnir kvikna og nærast á öllu mögulegu, allt frá eldfimum trjám og sinubruna yfir í íkveikjur að yfirlögðu ráði. Hér gefur að líta þau fimm svæði heims sem í mestri hættu eru.

Harmleikurinn ýtti undir nýja tækni

Af mönnunum 16 voru það aðeins Sallee og Rumsey sem komust í örugga höfn hinum megin við hálsinn. Þeir tóku áhættu og hlupu inn í klettasprungu sem þeir vissu ekki hvort var opin í hinn endann.

 

En svo var og þar komu þeir í grjótskriðu sem þeir þrýstu sér niður í þegar eldurinn geisaði í kringum þá. Þegar vasaúr James Harrison fannst síðar á brenndu líki hans hafði það stöðvast klukkan 17.56.

 

Þegar eldurinn við grjótskriðuna var næstum slökknaður kom Dodge alsótugur til þeirra Sallee og Rumsey. Hann hafði lagst á magann með blautan klút yfir andlitinu á því svæði sem hann hafði sjálfur brennt.

 

Þegar öskrandi megineldurinn kom skömmu síðar æddi hann beggja vegna fram hjá svæðinu þar sem Dodge var í miðjunni. Þetta var aðferð sem indíánar á sléttunum höfðu oft notað.

Lík þeirra sem fórust voru sótt í norðurhlíðar Mann Gulch gljúfursins þar sem eldurinn náði mönnunum.

Þó að megineldurinn hafi verið í um 10-15 m fjarlægð frá Dodge fann hann greinilega fyrir miklum krafti hans:

 

„Það voru þrjár mjög heitar vindhviður sem lyftu mér næstum frá jörðinni þegar eldurinn fór yfir“.

 

Mann Gulch harmleikurinn varð til þess að skógarþjónusta Bandaríkjanna þróaði fjölda nýrra leiða, bæði við þjálfun slökkviliðsmanna og slökkvistörf til að koma í veg fyrir að svona harmleikur endurtæki sig. Í kjölfarið fóru brunasérfræðingar einnig að rannsaka hvernig eldur hegðar sér og dreifist í náttúrunni.

 

Eftir harmleikinn var Robert Dodge sendur út í þrjá aðra leiðangra en gat ekki fengið sig til að stökkva út úr flugvél og varð að hætta þessu starfi. Sama gilti um Walter Rumsey sem reyndi tvisvar að stökkva en gat það ekki.

Eftir Mann Gulch eldana voru settir upp 13 krossar í gljúfrinu,- einn fyrir hvern þeirra sem fórust.

Robert Sallee, sá yngsti í hópnum, var sendur fjórum sinnum til viðbótar og stökk í hvert sinn. Eftir fjórða skiptið hætti hann hins vegar í starfinu og fékk vinnu í pappírsverksmiðju.

 

Í dag starfa í Bandaríkjunum u.þ.b. 340 reykstökkvarar sem kasta sér árlega út í sífellt harðnandi skógarelda um allt land.

 

Slökkvistarf þeirra byggist að miklu leyti á hörmulegri reynslu úr gljúfri dauðans – Mann Gulch.

LESTU MEIRA UM MANN GULCH

M. Matthews: A Great Day to Fight Fire, University of Oklahoma Press, 2007

 

N. Maclean & Egan: Young Men and Fire, University of Chicago Press, 2017

HÖFUNDUR: Björn Arnfred Bojesen, Niels-Peter Busch

© National Archives Catalog, 7107560, & Shutterstock,© National Archives Catalog, 7107488,© Historical/Getty Images,© Montanabw/Wikimedia,© Department of Agriculture, US Forest Service, Dick Wilson/Wikimedia Commons

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Maðurinn

Er íþróttafólk í meiri hættu á að fá hjartastopp?

Maðurinn

Hvaða áhrif hefur þungunarrof á heilsu kvenna?

Náttúran

Lengri en strætisvagn: Slanga á Indlandi gæti hafa verið stærsta slanga heims

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Náttúran

Af hverju sveigir bolti?

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Vinsælast

1

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

2

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

3

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

4

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

5

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

6

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

1

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

2

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

3

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

4

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

5

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

6

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Hverjir stunduðu djöflasæringar?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Alheimurinn

Yfirlitið: NASA nefnir 5 draumamarkmið

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Kynlíf mannfólksins stendur sjaldnast mjög margar mínútur en mökun sumra dýra varir miklu lengur. Hvaða tegund á metið?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is