Konur lifa að meðaltali lengur en karlar.
Á heimsvísu er munurinn um sjö ár en að hluta skýrist sá munur af meiri áhættusækni karla ásamt hærri sjálfsvígstíðni. Vísindamenn hafa þó lengi verið á höttunum eftir öðrum skýringum.
Og hópur vísindamanna hjá Otagoháskóla á Nýja-Sjálandi virðist nú hafa fundið slíka skýringu.
Gelding karlkyns húsdýra tíðkast víða um heim. Stundum er látið nægja að stöðva blóðrás til eistnanna með töng en þau eru líka stundum fjarlægð.
Í landbúnaði eru ung karldýr gelt í þeim tilgangi að mýkja lunderni þeirra og bæta kjötgæðin. Við geldingu er starfsemi eistnanna stöðvuð en tilgangur þeirra er bæði að framleiða sæði og kynhormón karldýra.
Sauðir voru algengir á Íslandi fyrr á öldum, þótt þeir séu nú orðnir fremur fátíðir en sums staðar tíðkast enn að gelda hrútlömb og sauðir geta lifað allt að 60% lengur en hrútar sem hafa full not af eistunum. Þetta varð til þess að líffræðingar ákváðu að rannsaka sauðkindur nánar.
Vísindamennirnir settu upp svonefndan formaukningarkvarða fyrir ævilengd sauðkinda, eins konar lífefnafræðilegt stigakerfi til viðmiðunar varðandi öldrun.
Kvarðinn var ákvarðaður á grundvelli mælinga á stórum hópi sauðkinda allt frá fæðingu til dauða og útkoman varð svo nákvæm að unnt var að segja fyrir um aldurslíkur sauðkinda með örfárra mánaða nákvæmni.
Bandarískir og kínverskir vísindamenn hafa reiknað út að tvær tegundir tilfinninga virðast auka öldrun hraðar en reykingar.
Næst á dagskrá var að gera mælingar á tilraunadýrunum, nánar tiltekið tveimur hópum hrútlamba. Annar hópurinn var geltur en hinn ekki.
Tilraunin leiddi í ljós að lífefnastig beggja hópa þróuðust með sama hætti en þróunin var mun hægari hjá hinum geltu. Geldingin reyndist því hægja mjög greinilega á öldrun og sauðirnir lifðu lengur.
3,1
mánuður var það sem hægðist á öldrun sauða í samanburði við ógelta hrúta.
Skýring líffræðinganna er sú að kynhormón hraði öldrun, þar eð það sé kostur fyrir ung karldýr að verða snemma kynþroska. Aukaverkun þess er því miður skemmri líftími.
Þótt tilraunin væri gerð á sauðkindum, er ekkert sem gefur sérstaklega til kynna að hið sama ætti ekki í meginatriðum að gilda um menn.