Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Sauðir – sem sagt geltir hrútar – lifa allt að 60% lengur en hrútar sem sloppið hafa við þetta inngrip. Ástæðan er að öllum líkindum hormónatengd.

BIRT: 11/04/2024

Konur lifa að meðaltali lengur en karlar.

 

Á heimsvísu er munurinn um sjö ár en að hluta skýrist sá munur af meiri áhættusækni karla ásamt hærri sjálfsvígstíðni. Vísindamenn hafa þó lengi verið á höttunum eftir öðrum skýringum.

 

Og hópur vísindamanna hjá Otagoháskóla á Nýja-Sjálandi virðist nú hafa fundið slíka skýringu.

Gelding karlkyns húsdýra tíðkast víða um heim. Stundum er látið nægja að stöðva blóðrás til eistnanna með töng en þau eru líka stundum fjarlægð.

Í landbúnaði eru ung karldýr gelt í þeim tilgangi að mýkja lunderni þeirra og bæta kjötgæðin. Við geldingu er starfsemi eistnanna stöðvuð en tilgangur þeirra er bæði að framleiða sæði og kynhormón karldýra.

 

Sauðir voru algengir á Íslandi fyrr á öldum, þótt þeir séu nú orðnir fremur fátíðir en sums staðar tíðkast enn að gelda hrútlömb og sauðir geta lifað allt að 60% lengur en hrútar sem hafa full not af eistunum. Þetta varð til þess að líffræðingar ákváðu að rannsaka sauðkindur nánar.

 

Vísindamennirnir settu upp svonefndan formaukningarkvarða fyrir ævilengd sauðkinda, eins konar lífefnafræðilegt stigakerfi til viðmiðunar varðandi öldrun.

 

Kvarðinn var ákvarðaður á grundvelli mælinga á stórum hópi sauðkinda allt frá fæðingu til dauða og útkoman varð svo nákvæm að unnt var að segja fyrir um aldurslíkur sauðkinda með örfárra mánaða nákvæmni.

Bandarískir og kínverskir vísindamenn hafa reiknað út að tvær tegundir tilfinninga virðast auka öldrun hraðar en reykingar.

Næst á dagskrá var að gera mælingar á tilraunadýrunum, nánar tiltekið tveimur hópum hrútlamba. Annar hópurinn var geltur en hinn ekki.

 

Tilraunin leiddi í ljós að lífefnastig beggja hópa þróuðust með sama hætti en þróunin var mun hægari hjá hinum geltu. Geldingin reyndist því hægja mjög greinilega á öldrun og sauðirnir lifðu lengur.

3,1

mánuður var það sem hægðist á öldrun sauða í samanburði við ógelta hrúta.

 

Skýring líffræðinganna er sú að kynhormón hraði öldrun, þar eð það sé kostur fyrir ung karldýr að verða snemma kynþroska. Aukaverkun þess er því miður skemmri líftími.

 

Þótt tilraunin væri gerð á sauðkindum, er ekkert sem gefur sérstaklega til kynna að hið sama ætti ekki í meginatriðum að gilda um menn.

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Köngulóin er sköpuð til að myrða

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is